Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 17:48 Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum Vísir/Arnar Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. Ný Landakotsskýrsla landlæknis var birt í gær en embættið komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti hafi verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Þá hafi aðgerðastjórn verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í dag segist hann í megindráttum sammála niðurstöðu Landlæknis. „Þetta er auðvitað hörmulegt mál og okkar starfsfólk er miður sín yfir þessu. Þarna urðu mörg andlát eins og komð hefur fram og það er auðvitað sérstaklega erfitt þegar fólk deyr við þessar aðstæður, það er einangrun í gangi og samskipti öll eru erfið,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hólfunin afleiðing af húsnæðinu Hann segir að umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við ábendingar landlæknis. Fjölbýlum á Landakoti hafi verið fækkað og loftræstikerfi hafi verið komið fyrir. Verið sé að styrkja sýkingavarnir og efla mönnun. „Þarna er um að ræða algörlega úrelt og gamalt húsnæði og auðvitað er það sorglegt fyrir okkur sem samfélag að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta, þannig að það tel ég vera mjög stórt mál. Hólfunin er því miður svolítil afleiðing af húsnæðinu.“ Þá sé verið að skoða samstarf farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar spítalans. „Og hvað varðar stjórnunarþáttinn þá eru þar nokkur atriði sem við tökum mjög alvarlega og höfum verið að skoða, samstarfið og stjórnunin gekk að mörgu leyti vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga.“ Teljið þið ykkur geta tryggt að svona komi ekki fyrir aftur? „Það er aldrei hægt að tryggja hluti hundrað prósent í heilbrigðisþjónustu, það er bara eðli heilbrigðisþjónustu. Markmið okkar er að stefna alltaf á hundrað prósent og stefna á núll alvarleg atvik.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Eldri borgarar Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Ný Landakotsskýrsla landlæknis var birt í gær en embættið komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti hafi verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Þá hafi aðgerðastjórn verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í dag segist hann í megindráttum sammála niðurstöðu Landlæknis. „Þetta er auðvitað hörmulegt mál og okkar starfsfólk er miður sín yfir þessu. Þarna urðu mörg andlát eins og komð hefur fram og það er auðvitað sérstaklega erfitt þegar fólk deyr við þessar aðstæður, það er einangrun í gangi og samskipti öll eru erfið,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hólfunin afleiðing af húsnæðinu Hann segir að umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við ábendingar landlæknis. Fjölbýlum á Landakoti hafi verið fækkað og loftræstikerfi hafi verið komið fyrir. Verið sé að styrkja sýkingavarnir og efla mönnun. „Þarna er um að ræða algörlega úrelt og gamalt húsnæði og auðvitað er það sorglegt fyrir okkur sem samfélag að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta, þannig að það tel ég vera mjög stórt mál. Hólfunin er því miður svolítil afleiðing af húsnæðinu.“ Þá sé verið að skoða samstarf farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar spítalans. „Og hvað varðar stjórnunarþáttinn þá eru þar nokkur atriði sem við tökum mjög alvarlega og höfum verið að skoða, samstarfið og stjórnunin gekk að mörgu leyti vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga.“ Teljið þið ykkur geta tryggt að svona komi ekki fyrir aftur? „Það er aldrei hægt að tryggja hluti hundrað prósent í heilbrigðisþjónustu, það er bara eðli heilbrigðisþjónustu. Markmið okkar er að stefna alltaf á hundrað prósent og stefna á núll alvarleg atvik.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Eldri borgarar Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21