Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 16:50 Gert er ráð fyrir í flestum tillögunum að umferðarmiðstöð, Miklatorg, verði ofanjarðar við gatnamót Snorrabrautar og Miklubrautar. Vísir/Reykjavíkurborg Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. Fimm tillögur voru kynntar á fundinum: tillaga Traðar, Kanon og VSÓ; tillaga Yrki, DLD og Hnit; Tillaga ASK, Eflu og Gagríns; tillaga T.ark, SEW, Verkís og ITP; og tillaga Arkís, Landslags og Mannvits. Í fyrstu tillögunni sem var kynnt, tillögu Arkís, Landslags og Mannvits, er lögð til uppbygging á nýju torgi, Miklatorgi, sem verði fjölbreytt miðsvæði sem bjóði upp á verslun, þjónustu og atvinnuhúsnæði í bland við fjölbreyttar íbúðir. Lega Borgarlínu muni falla vel að þessari nýju þéttu borgarbyggð. Þar er gert ráð fyrir þriggja til fimm hæða byggð og segir í tillögunni að lögð verði sérstök áhersla á svæðið sunnan Norðurmýrar, þar sem nú sé gjá með þungum straumi umferðar sem skeri byggðina í sundur. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir stokki á einni hæð, sem muni liggja þar sem Miklabraut og Hringbraut liggja í dag. Þar verði tvær akreinar í hvora átt. Snorrabraut muni liggja á yfirborði, ofan á og þvert á stokkinn og muni tengjast Bústaðavegi á yfirborði. Á Miklatorgi er svo gert ráð fyrir að verði umferðarmiðstöð Borgarlinu og að frá miðstöðinni liggi Borgarlínuleið til vesturs að Hörpu og Háskóla Íslands og í austur til Grafarvogs og Mosfellsbæjar. Þá verði Borgarlínuleið til suðurs yfir Kársnesbrú til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Í annarri tillögu, tillögu Yrkis, DLD og Hnit er lögð áhersla á að tengja saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðurmýri og Hlíðarenda. Þá verði byggður upp hverfiskjarni þar sem kjarnastöð Borgarlínu verður. Þá verði stóru útivistarsvæðin Klambratún og Öskjuhlíð tengd saman gegn um Hlíðarenda með minni almenningsgörðum og torgum. Lagt er til að meginumferð Miklubrautar til austurs og vesturs fari í stokk undir Snorrabraut. Snorrabraut veðri síðan framlengd ofan á stokknum yfir á Arnarhlíð og Nauthólsveg. Umferð í vestur eftir Bústaðavegi fari svo ofan í stokkinn og yfir Miklubraut þar sem umferðin tengist síðan vesturstraumi brautarinnar. Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi á austurenda lóðar Landspítalans, undir kjarnastöð Borgarlínunnar. Þá verði hægt að aka beint úr stokknum inn í bílastæðahúsið og aftur út. Þá er lagt til að ný byggð verði ofan á stokknum sem muni tengja saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðurmýri og Hlíðarenda. Í tillögu Traðar, Kanon og VSÓ er lagt til að með tilkomu stokksins verði gerð ný samgöngumiðstöð, Miklatorg, sem verði ofan- og neðanjarðar. Þar á meðal verði þar kjarnastöð Borgarlínu og samþætt byggð ofan á stokknum. Hverfi norðan og sunnan Miklubrautar sameinist í nýju hverfi á Hlíðarenda og Landspítalalóð. Undir Miklatorgi verði stokkurinn að hluta á tveimur hæðum. Neðst liggi fjórar akreinar Miklubrautar og Hringbrautar. Á efri hæð stokksins veðri aðkoma að kjallara samgöngumiðstöðvar fyrir almenningssamgöngur af landsbyggðinni, hraðleiðir sem ekki stoppi á biðstöðvum í Hlíðum. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að aka beint úr stokknum í bílakjallara á Landspítalalóð og möguleiki sé á að tengja stokkinn til norðurs upp Snorrabraut. T.Ark, SEW, Verkís og ITP leggja til að umferðarkerfið verði þriggja hæða. Neðst verði Miklabraut, svo Bústaðavegur og á yfirborði verði Borgarlínan. Auk Miklubrautar í stokk verður Bústaðarvegur tengdur Snorrabraut í stokki og að- og afreinar sömuleiðis undir yfirborðinu. Þannig skapist enn meiri möguleikar á að tengja saman hverfin og tryggja öruggar leiðir fyrir hjólandi og gangandi. Í stað þungrar umferðar um Miklubraut verði þar byggð og útivistarsvæði. Í fimmtu og jafnframt síðustu tillögunni, tillögu Asks, Eflu og Gagarín, er Miklatorg enn og aftur hjartað í tillögunni. Lögð er áhersla á að Spítalinn, háskólarnir tveir, flugvöllurinn, íþróttasvæðið á Hlíðarenda og útivistarsvæðin í Öskjuhlíð og Klambratúni tengist nánari böndum. Meginumferð bíla frá austurs til vesturs verði færð í stokk og opnist því svæðið á nýjum forsendum allra ferðamáta. Snorrabrautin verði þó áfram á sínum stað og tengist Hlíðarenda með Borgarlínu. Hægt er að lesa meira um tillögurnar hér. Skipulag Reykjavík Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Miklabraut og Sæbraut í stokk Opinn fundur Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk hefst í dag klukkan 9 og stendur til klukkan 11. 15. júní 2021 08:30 Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. 13. júní 2021 09:00 „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fimm tillögur voru kynntar á fundinum: tillaga Traðar, Kanon og VSÓ; tillaga Yrki, DLD og Hnit; Tillaga ASK, Eflu og Gagríns; tillaga T.ark, SEW, Verkís og ITP; og tillaga Arkís, Landslags og Mannvits. Í fyrstu tillögunni sem var kynnt, tillögu Arkís, Landslags og Mannvits, er lögð til uppbygging á nýju torgi, Miklatorgi, sem verði fjölbreytt miðsvæði sem bjóði upp á verslun, þjónustu og atvinnuhúsnæði í bland við fjölbreyttar íbúðir. Lega Borgarlínu muni falla vel að þessari nýju þéttu borgarbyggð. Þar er gert ráð fyrir þriggja til fimm hæða byggð og segir í tillögunni að lögð verði sérstök áhersla á svæðið sunnan Norðurmýrar, þar sem nú sé gjá með þungum straumi umferðar sem skeri byggðina í sundur. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir stokki á einni hæð, sem muni liggja þar sem Miklabraut og Hringbraut liggja í dag. Þar verði tvær akreinar í hvora átt. Snorrabraut muni liggja á yfirborði, ofan á og þvert á stokkinn og muni tengjast Bústaðavegi á yfirborði. Á Miklatorgi er svo gert ráð fyrir að verði umferðarmiðstöð Borgarlinu og að frá miðstöðinni liggi Borgarlínuleið til vesturs að Hörpu og Háskóla Íslands og í austur til Grafarvogs og Mosfellsbæjar. Þá verði Borgarlínuleið til suðurs yfir Kársnesbrú til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Í annarri tillögu, tillögu Yrkis, DLD og Hnit er lögð áhersla á að tengja saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðurmýri og Hlíðarenda. Þá verði byggður upp hverfiskjarni þar sem kjarnastöð Borgarlínu verður. Þá verði stóru útivistarsvæðin Klambratún og Öskjuhlíð tengd saman gegn um Hlíðarenda með minni almenningsgörðum og torgum. Lagt er til að meginumferð Miklubrautar til austurs og vesturs fari í stokk undir Snorrabraut. Snorrabraut veðri síðan framlengd ofan á stokknum yfir á Arnarhlíð og Nauthólsveg. Umferð í vestur eftir Bústaðavegi fari svo ofan í stokkinn og yfir Miklubraut þar sem umferðin tengist síðan vesturstraumi brautarinnar. Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi á austurenda lóðar Landspítalans, undir kjarnastöð Borgarlínunnar. Þá verði hægt að aka beint úr stokknum inn í bílastæðahúsið og aftur út. Þá er lagt til að ný byggð verði ofan á stokknum sem muni tengja saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðurmýri og Hlíðarenda. Í tillögu Traðar, Kanon og VSÓ er lagt til að með tilkomu stokksins verði gerð ný samgöngumiðstöð, Miklatorg, sem verði ofan- og neðanjarðar. Þar á meðal verði þar kjarnastöð Borgarlínu og samþætt byggð ofan á stokknum. Hverfi norðan og sunnan Miklubrautar sameinist í nýju hverfi á Hlíðarenda og Landspítalalóð. Undir Miklatorgi verði stokkurinn að hluta á tveimur hæðum. Neðst liggi fjórar akreinar Miklubrautar og Hringbrautar. Á efri hæð stokksins veðri aðkoma að kjallara samgöngumiðstöðvar fyrir almenningssamgöngur af landsbyggðinni, hraðleiðir sem ekki stoppi á biðstöðvum í Hlíðum. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að aka beint úr stokknum í bílakjallara á Landspítalalóð og möguleiki sé á að tengja stokkinn til norðurs upp Snorrabraut. T.Ark, SEW, Verkís og ITP leggja til að umferðarkerfið verði þriggja hæða. Neðst verði Miklabraut, svo Bústaðavegur og á yfirborði verði Borgarlínan. Auk Miklubrautar í stokk verður Bústaðarvegur tengdur Snorrabraut í stokki og að- og afreinar sömuleiðis undir yfirborðinu. Þannig skapist enn meiri möguleikar á að tengja saman hverfin og tryggja öruggar leiðir fyrir hjólandi og gangandi. Í stað þungrar umferðar um Miklubraut verði þar byggð og útivistarsvæði. Í fimmtu og jafnframt síðustu tillögunni, tillögu Asks, Eflu og Gagarín, er Miklatorg enn og aftur hjartað í tillögunni. Lögð er áhersla á að Spítalinn, háskólarnir tveir, flugvöllurinn, íþróttasvæðið á Hlíðarenda og útivistarsvæðin í Öskjuhlíð og Klambratúni tengist nánari böndum. Meginumferð bíla frá austurs til vesturs verði færð í stokk og opnist því svæðið á nýjum forsendum allra ferðamáta. Snorrabrautin verði þó áfram á sínum stað og tengist Hlíðarenda með Borgarlínu. Hægt er að lesa meira um tillögurnar hér.
Skipulag Reykjavík Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Miklabraut og Sæbraut í stokk Opinn fundur Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk hefst í dag klukkan 9 og stendur til klukkan 11. 15. júní 2021 08:30 Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. 13. júní 2021 09:00 „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bein útsending: Miklabraut og Sæbraut í stokk Opinn fundur Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk hefst í dag klukkan 9 og stendur til klukkan 11. 15. júní 2021 08:30
Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. 13. júní 2021 09:00
„Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42