Stórkostleg frammistaða hjá Durant í nótt í lykilleik í einvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 07:31 Kevin Durant var alveg sjóðandi heitur í sigri Brooklyn Nets í nótt. Hann setti á svið eina bestu frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA. AP/Kathy Willens Kevin Durant bauð upp á eina besti frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Brooklyn Nets komst í 3-2 á móti Milwaukee Bucks. Durant var með 49 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar í 114-108 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í fimmta leik liðanna. „Söguleg, söguleg frammistaða,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, eftir leikinn. KEVIN DURANT'S CLASSIC GAME 5 PERFORMANCE LIFTS THE NETS TO VICTORY! #ThatsGame #NBAPlayoffs49 points17 rebounds10 assists3 steals2 blocks pic.twitter.com/RMEJCAflaF— NBA (@NBA) June 16, 2021 James Harden kom aftur til baka úr meiðslum og spilaði 46 mínútur en Brooklyn liðið var án Kyrie Irving sem meiddist á ökkla í síðasta leik. Harden var með 5 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Þetta var hins vegar kvöldið hans Durant sem var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Hann fór aldrei út af vellinum og hitti úr 16 af 23 skotum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. „Ég veit að margir sjá mig bara sem mikinn skorara en í öllum liðunum sem ég hef spilað með þá hef ég verið beðinn um að gera eiginlega allt frá því að frákasta, spila vörn í það að skora. Ég geri það kannski ekki alltaf en ég get gert allt,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. @unclejeffgreen was on fire in G5 27 PTS | 7-8 3PM | #ThatsGame@BrooklynNets seek ECF berth in G6 on Thursday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/DIU3cXKr8S— NBA (@NBA) June 16, 2021 Jeff Green var líka frábær með 27 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Meiðslin hafa verið honum erfið og hann er að koma til baka úr hásinarslitum og lenti síðan í þessari tognun aftan í læri. Heimurinn er aftur á móti að sjá það á ný hver er besti leikmaðurinn í heimi,“ sagði Jeff Green. Durant skoraði 20 stig í fjórða leikhlutanum og mikilvægasta karfa var líklega þriggja stiga karfa hans fimmtíu sekúndum fyrir leikslok sem kom þegar Nets liðið var bara einu stigi yfir. Brooklyn vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21, og þar með leikinn með sex stigum. Allt Bucks liðið skoraði bara einu stigi meira en Durant í leikhlutanum. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið. Við verðum að verjast honum saman sem lið. Við verðum að skila okkar vinnu í vörninni og gera honum erfitt fyrir eins og við reyndum í kvöld. Vonandi klikkar hann á þessum erfiðu skotum,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Khris Middleton skoraði 25 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 8 stoðsendingar. After dropping 49 PTS in the Nets Game 5 win, we look at the TOP 5 scoring performances of @KDTrey5's #NBAPlayoffs career! #ThatsGame5 43 PTS on June 6, 20184 45 PTS on April 24, 20193 46 PTS on May 4, 20192 49 PTS tonight1 50 PTS on April 26, 2019 pic.twitter.com/nNL9sKI6eK— NBA (@NBA) June 16, 2021 NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Durant var með 49 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar í 114-108 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í fimmta leik liðanna. „Söguleg, söguleg frammistaða,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, eftir leikinn. KEVIN DURANT'S CLASSIC GAME 5 PERFORMANCE LIFTS THE NETS TO VICTORY! #ThatsGame #NBAPlayoffs49 points17 rebounds10 assists3 steals2 blocks pic.twitter.com/RMEJCAflaF— NBA (@NBA) June 16, 2021 James Harden kom aftur til baka úr meiðslum og spilaði 46 mínútur en Brooklyn liðið var án Kyrie Irving sem meiddist á ökkla í síðasta leik. Harden var með 5 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Þetta var hins vegar kvöldið hans Durant sem var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Hann fór aldrei út af vellinum og hitti úr 16 af 23 skotum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. „Ég veit að margir sjá mig bara sem mikinn skorara en í öllum liðunum sem ég hef spilað með þá hef ég verið beðinn um að gera eiginlega allt frá því að frákasta, spila vörn í það að skora. Ég geri það kannski ekki alltaf en ég get gert allt,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. @unclejeffgreen was on fire in G5 27 PTS | 7-8 3PM | #ThatsGame@BrooklynNets seek ECF berth in G6 on Thursday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/DIU3cXKr8S— NBA (@NBA) June 16, 2021 Jeff Green var líka frábær með 27 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Meiðslin hafa verið honum erfið og hann er að koma til baka úr hásinarslitum og lenti síðan í þessari tognun aftan í læri. Heimurinn er aftur á móti að sjá það á ný hver er besti leikmaðurinn í heimi,“ sagði Jeff Green. Durant skoraði 20 stig í fjórða leikhlutanum og mikilvægasta karfa var líklega þriggja stiga karfa hans fimmtíu sekúndum fyrir leikslok sem kom þegar Nets liðið var bara einu stigi yfir. Brooklyn vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21, og þar með leikinn með sex stigum. Allt Bucks liðið skoraði bara einu stigi meira en Durant í leikhlutanum. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið. Við verðum að verjast honum saman sem lið. Við verðum að skila okkar vinnu í vörninni og gera honum erfitt fyrir eins og við reyndum í kvöld. Vonandi klikkar hann á þessum erfiðu skotum,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Khris Middleton skoraði 25 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 8 stoðsendingar. After dropping 49 PTS in the Nets Game 5 win, we look at the TOP 5 scoring performances of @KDTrey5's #NBAPlayoffs career! #ThatsGame5 43 PTS on June 6, 20184 45 PTS on April 24, 20193 46 PTS on May 4, 20192 49 PTS tonight1 50 PTS on April 26, 2019 pic.twitter.com/nNL9sKI6eK— NBA (@NBA) June 16, 2021
NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira