Stórstjörnur LA Clippers aftur báðir yfir þrjátíu stigin í sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 07:31 Kawhi Leonard treður hér yfir Derrick Favors, miðherja Utah Jazz, í leiknum í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers og Atlanta Hawks jöfnuðu bæði metin í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu. NBA Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu.
NBA Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn