Aðför Samherja einsdæmi á Norðurlöndum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2021 22:45 Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, hélt erindi á málþinginu þar sem hann lýsti aðför Samherja gegn sér. blaðamannafélag íslands Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, ofbeldi og hatur í sinn garð, sem stórt vandamál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins alvarlegum árásum fyrirtækis á hendur fjölmiðlafólki og þeim sem Samherji réðst í eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um Namibíumálið. Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira