Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 12:39 Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar. Vísir/Einar Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. „Okkar upplýsingar eru þær að hann sé úr bráðri lífshættu en honum er enn haldið sofandi,“ segir Grímur. Árásin var framin fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti á aðfaranótt sunnudags. Maður um tvítugt var fluttur illa særður, eftir að hafa verið stunginn með eggvopni í kviðinn, á Landspítala og hann færður á gjörgæslu þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Grímur segir rannsókninni miða vel en hún sé fjarri því að vera lokið. Ekki hafi tekist að komast til botns í því hvort bílbruni sem kom upp í Kópavogi á aðfaranótt sunnudags tengist árásinni. Þá sé ekki víst hvort eggvopn, sem lögregla lagði hald á á vettvangi, sé vopnið sem beitt var í árásinni. „Við erum enn að ná utan um þetta mál, yfirheyra vitni og þess háttar. Reyna að afla gagna til notkunar í rannsókninni. Það var töluvert af fólki sem var þarna í kring. Það var rætt við það á staðnum af lögreglumönnum sem þar voru en það þarf að fara betur í það,“ segir Grímur. Hinn grunaði, sem einnig er um tvítugur, var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi í gærmorgun og var hann leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður hann í haldi fram á föstudag. Málið er til rannsóknar og er grunur uppi um að það tengist íkveikju í bifreið í Kópavogi í gærnótt. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28 Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27 Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Okkar upplýsingar eru þær að hann sé úr bráðri lífshættu en honum er enn haldið sofandi,“ segir Grímur. Árásin var framin fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti á aðfaranótt sunnudags. Maður um tvítugt var fluttur illa særður, eftir að hafa verið stunginn með eggvopni í kviðinn, á Landspítala og hann færður á gjörgæslu þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Grímur segir rannsókninni miða vel en hún sé fjarri því að vera lokið. Ekki hafi tekist að komast til botns í því hvort bílbruni sem kom upp í Kópavogi á aðfaranótt sunnudags tengist árásinni. Þá sé ekki víst hvort eggvopn, sem lögregla lagði hald á á vettvangi, sé vopnið sem beitt var í árásinni. „Við erum enn að ná utan um þetta mál, yfirheyra vitni og þess háttar. Reyna að afla gagna til notkunar í rannsókninni. Það var töluvert af fólki sem var þarna í kring. Það var rætt við það á staðnum af lögreglumönnum sem þar voru en það þarf að fara betur í það,“ segir Grímur. Hinn grunaði, sem einnig er um tvítugur, var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi í gærmorgun og var hann leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður hann í haldi fram á föstudag. Málið er til rannsóknar og er grunur uppi um að það tengist íkveikju í bifreið í Kópavogi í gærnótt.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28 Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27 Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28
Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11