Siðmenntað fólk pissar ekki úti Þórarinn Hjartarson skrifar 14. júní 2021 09:00 Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. Til þeirra getum við leitað þegar fólk misstígur eða mismælir sig. Þetta fólk hefur aldrei misstígið sig og er því betur í stakk búið til þess að útskýra fyrir okkur hin hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau útskýra fyrir okkur hvenær megi mynda kynfæri fólks, án þeirra vitundar, og hvenær ekki. Þau geyma sannleika þess hvernig samskipti kynjanna skuli vera og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi ef fólki verður á. Við erum með hið fullkomna tæki í vasanum til þess að sinna þessari samfélagsskyldu. Það er mikilvægt að ná upptökum af fólki sem telur sig vera að eiga einkasamræður þar sem siðgæðisvörðunum hugnast ekki umræðuefnið. Það er mikilvægt að við náum gerendum á myndband þegar það verður uppvíst af því að kasta af sér þvagi utandyra eða við annað ófyrirgefanlegt athæfi. Enginn á að vera óhultur á þessum byltingarkenndu tímum. Viljum við búa í samfélagi þar sem fólk sem misstígur sig fær að halda í vinnu? Hvernig losnum við við þetta mein ef við erum ekki tilbúin til þess að takast á við það af hörku? Við höfum ekki tíma í rökræður. Siðgæðisverðirnir hafa komist að niðurstöðu og hverskyns samtal því ólíklegt til árangurs. Dómstólar eru óþarfir þegar við höfum í okkar röðum fólk sem er laust við allan breyskleika. Gerendur geta ekki falið sig lengur bakvið klisjukenndar afsakanir á borð við að „öllum verði á“ og „að gera mannleg mistök.“ Okkar samfélag er ekki fullkomið en saman getum við skapað það. Stöndum saman. Verum gott fólk. Siðmenntað samfélag skaffar slæmu fólki ekki vinnu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar KSÍ Þórarinn Hjartarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. Til þeirra getum við leitað þegar fólk misstígur eða mismælir sig. Þetta fólk hefur aldrei misstígið sig og er því betur í stakk búið til þess að útskýra fyrir okkur hin hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau útskýra fyrir okkur hvenær megi mynda kynfæri fólks, án þeirra vitundar, og hvenær ekki. Þau geyma sannleika þess hvernig samskipti kynjanna skuli vera og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi ef fólki verður á. Við erum með hið fullkomna tæki í vasanum til þess að sinna þessari samfélagsskyldu. Það er mikilvægt að ná upptökum af fólki sem telur sig vera að eiga einkasamræður þar sem siðgæðisvörðunum hugnast ekki umræðuefnið. Það er mikilvægt að við náum gerendum á myndband þegar það verður uppvíst af því að kasta af sér þvagi utandyra eða við annað ófyrirgefanlegt athæfi. Enginn á að vera óhultur á þessum byltingarkenndu tímum. Viljum við búa í samfélagi þar sem fólk sem misstígur sig fær að halda í vinnu? Hvernig losnum við við þetta mein ef við erum ekki tilbúin til þess að takast á við það af hörku? Við höfum ekki tíma í rökræður. Siðgæðisverðirnir hafa komist að niðurstöðu og hverskyns samtal því ólíklegt til árangurs. Dómstólar eru óþarfir þegar við höfum í okkar röðum fólk sem er laust við allan breyskleika. Gerendur geta ekki falið sig lengur bakvið klisjukenndar afsakanir á borð við að „öllum verði á“ og „að gera mannleg mistök.“ Okkar samfélag er ekki fullkomið en saman getum við skapað það. Stöndum saman. Verum gott fólk. Siðmenntað samfélag skaffar slæmu fólki ekki vinnu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun