Ekki staðið við loforð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2021 13:30 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir miður að stór mál hafi ekki klárast fyrir þinglok. Vísir/Vilhelm Píratar eru ósáttir við að frumvarp um aflæpavæðingu neysluskammta hafi ekki náð fram að nýliðnu þingi líkt og þeim hafði verið lofað. Alþingi lauk störfum í nótt og eru þingmenn nú komnir í sumarfrí. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er ósáttur við að mikilvæg mál sem stóð til að klára á þessu kjörtímabili hafi ekki verið kláruð. „Það sem við erum náttúrulega mjög ósátt við er það að afglæpavæðing fíkniefnavörslu að hún sé ekki eins og lofað var að skyldi klára. Við fengum okkar atkvæðagreiðslu um það fyrir ári síðan. Það var fellt með því vilyrði að þetta yrði síðan samþykkt núna sem það var ekki. Það eru náttúrulega bara grundvallarréttindi svo ofboðslega margra sem eru bara utangarðs og lifa í raun og veru við mannréttindi eins og við þekktum kannski fyrir hundrað tvö hundrað árum síðan. Þannig að þessi réttindabót er eitthvað sem okkur svíður undan að hafi ekki verið náð í gegn.“ Jón Þór segir ljóst að þrátt fyrir að leiða ríkisstjórnina sé ljóst að Vinstri-grænir hafi ekki náð að ljúka málum sem flokkurinn hefur talið mikilvæg. „Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, afglæpavæðingin og hálendisþjóðgarðurinn þessi stóru mál eru ekki að skila sér í þessu stjórnarsamstarfi,“ Katrín Jakobsdóttir sagði í fréttum okkar í gær að vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. „Það virðist vera þetta í kortunum að landsmenn treysta Katrínu best til að vera forsætisráðherra og hún líklega hefur þá þessi spil að velja hvort hún þá áfram vill vera með íhaldsflokkunum eða hvort hún vill umbótastjórn sem að getur náð þessum málum í gegn og þá sér í lagi hvað okkur Pírata varðar stjórnarskrána sem er forsenda fyrir því að við förum í stjórnarsamtarf,“ segir Jón Þór. Alþingi Píratar Fíkn Tengdar fréttir Líklega fundað fram á nótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. 12. júní 2021 18:39 Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Alþingi lauk störfum í nótt og eru þingmenn nú komnir í sumarfrí. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er ósáttur við að mikilvæg mál sem stóð til að klára á þessu kjörtímabili hafi ekki verið kláruð. „Það sem við erum náttúrulega mjög ósátt við er það að afglæpavæðing fíkniefnavörslu að hún sé ekki eins og lofað var að skyldi klára. Við fengum okkar atkvæðagreiðslu um það fyrir ári síðan. Það var fellt með því vilyrði að þetta yrði síðan samþykkt núna sem það var ekki. Það eru náttúrulega bara grundvallarréttindi svo ofboðslega margra sem eru bara utangarðs og lifa í raun og veru við mannréttindi eins og við þekktum kannski fyrir hundrað tvö hundrað árum síðan. Þannig að þessi réttindabót er eitthvað sem okkur svíður undan að hafi ekki verið náð í gegn.“ Jón Þór segir ljóst að þrátt fyrir að leiða ríkisstjórnina sé ljóst að Vinstri-grænir hafi ekki náð að ljúka málum sem flokkurinn hefur talið mikilvæg. „Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, afglæpavæðingin og hálendisþjóðgarðurinn þessi stóru mál eru ekki að skila sér í þessu stjórnarsamstarfi,“ Katrín Jakobsdóttir sagði í fréttum okkar í gær að vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. „Það virðist vera þetta í kortunum að landsmenn treysta Katrínu best til að vera forsætisráðherra og hún líklega hefur þá þessi spil að velja hvort hún þá áfram vill vera með íhaldsflokkunum eða hvort hún vill umbótastjórn sem að getur náð þessum málum í gegn og þá sér í lagi hvað okkur Pírata varðar stjórnarskrána sem er forsenda fyrir því að við förum í stjórnarsamtarf,“ segir Jón Þór.
Alþingi Píratar Fíkn Tengdar fréttir Líklega fundað fram á nótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. 12. júní 2021 18:39 Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Líklega fundað fram á nótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. 12. júní 2021 18:39
Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24
Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18