„Alltaf megastress að spila þessa leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:30 Heimir Hallgrímsson og Kári Árnason tylltu sér í sófann í EM-stúdíóinu. Stöð 2 Sport Á meðan að sjálfir leikdagar Íslands á EM í Frakklandi 2016 voru eiginlega þægilegustu dagarnir fyrir þjálfarann Heimi Hallgrímsson þá segir Kári Árnason því alltaf fylgja „megastress“ að eiga fyrir höndum leik við stórþjóð. Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira