Allt fyrir gróðann Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun