Níu hópnauðgunarmál í ár: „Það er sláandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2021 19:01 Hrönn Stefánsdóttir er verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. VÍSIR/ARNAR Níu hópnauðgunarmál hafa komið á borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári, með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi. Frá áramótum hafa sextíu og þrír leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tveir karlar og sextíu og ein kona. „Það hafa verið í kringum sjö til tíu mál í mánuði, nema núna í maí þá komu 24 einstaklingar til okkar,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar. Þetta séu óvenju mörg mál í einum mánuði. Umræðan síðustu vikur geti hafa spilað inn í og einnig tilslakanir á samkomutakmörkunum. „Það er lengri opnunartími. Fólk er að koma meira saman, það er talsvert mikið um skemmtanir í miðbænum, skólarnir eru að klárast og svona. Hópurinn sem leitar mest til okkar er átján til tuttugu og fimm ára,“ segir Hrönn. Tólf börn á Neyðarmóttökuna í ár Tólf börn undir átján ára hafa leitað til Neyðarmóttökunnar í ár. „Verklagsreglurnar okkar miða við tólf ára börn en við höfum verið að taka á móti börnum niður í tíu ára,“ segir Hrönn. Sláandi tölur Hrönn segir það sláandi hve mörg hópnauðgunarmál hafi komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár. „Það eru níu hópnauðganir núna á þessu ári. Það virðist vera aukning í þeim málum. Ef við skoðum árið 2019 þar sem voru 175 mál sem komu til okkar voru þær sjö. Núna eru komin níu mál og árið er bara hálfnað. Þannig það er sláandi,“ segir Hrönn. Allt að fimm gerendur Í málunum níu sé oftast um að ræða tvo gerendur en þrjá til fimm í sumum málanna. Konur séu þolendur í öllum málunum og karlar meintir gerendur. „Flest allir gerendur í þessum kynferðisbrotamálum eru íslenskir karlmenn,“ segir Hrönn og bætir við að brotaþolarnir séu á aldrinum 18 til 25 ára. Hún segir afleiðingar þess að lenda í hópnauðgun vera gríðarlega miklar. „Þar sem allt vald er tekið af þér, þannig þetta eru alvarleg mál og við þurfum að hlúa vel að brotaþolum og styðja við þá,“ segir Hrönn sem vill taka fram að Neyðarmóttakan sé alltaf opin, allan sólarhringinn. Þar séu engir biðlistar. Fimmtán mál kærð til lögreglu Af þeim sextíu og þremur málum sem hafa komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár hafa fimmtán verið kærð til lögreglu og eru nú rannsökuð þar. Er eitthvað hópnauðgunarmál farið í kæruferli ? „Já,“ segir Hrönn. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Sjá meira
Frá áramótum hafa sextíu og þrír leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tveir karlar og sextíu og ein kona. „Það hafa verið í kringum sjö til tíu mál í mánuði, nema núna í maí þá komu 24 einstaklingar til okkar,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar. Þetta séu óvenju mörg mál í einum mánuði. Umræðan síðustu vikur geti hafa spilað inn í og einnig tilslakanir á samkomutakmörkunum. „Það er lengri opnunartími. Fólk er að koma meira saman, það er talsvert mikið um skemmtanir í miðbænum, skólarnir eru að klárast og svona. Hópurinn sem leitar mest til okkar er átján til tuttugu og fimm ára,“ segir Hrönn. Tólf börn á Neyðarmóttökuna í ár Tólf börn undir átján ára hafa leitað til Neyðarmóttökunnar í ár. „Verklagsreglurnar okkar miða við tólf ára börn en við höfum verið að taka á móti börnum niður í tíu ára,“ segir Hrönn. Sláandi tölur Hrönn segir það sláandi hve mörg hópnauðgunarmál hafi komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár. „Það eru níu hópnauðganir núna á þessu ári. Það virðist vera aukning í þeim málum. Ef við skoðum árið 2019 þar sem voru 175 mál sem komu til okkar voru þær sjö. Núna eru komin níu mál og árið er bara hálfnað. Þannig það er sláandi,“ segir Hrönn. Allt að fimm gerendur Í málunum níu sé oftast um að ræða tvo gerendur en þrjá til fimm í sumum málanna. Konur séu þolendur í öllum málunum og karlar meintir gerendur. „Flest allir gerendur í þessum kynferðisbrotamálum eru íslenskir karlmenn,“ segir Hrönn og bætir við að brotaþolarnir séu á aldrinum 18 til 25 ára. Hún segir afleiðingar þess að lenda í hópnauðgun vera gríðarlega miklar. „Þar sem allt vald er tekið af þér, þannig þetta eru alvarleg mál og við þurfum að hlúa vel að brotaþolum og styðja við þá,“ segir Hrönn sem vill taka fram að Neyðarmóttakan sé alltaf opin, allan sólarhringinn. Þar séu engir biðlistar. Fimmtán mál kærð til lögreglu Af þeim sextíu og þremur málum sem hafa komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár hafa fimmtán verið kærð til lögreglu og eru nú rannsökuð þar. Er eitthvað hópnauðgunarmál farið í kæruferli ? „Já,“ segir Hrönn.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Sjá meira