Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 13:48 Ný vefmyndavél var sett upp við vestari garðinn í gær, rétt í tæka tíð til þess að mynda framhlaupið, sem hér sést á tveimur myndum. Veðurstofan Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir að í morgun hafi vakt Veðurstofunnar tekið eftir auknum óróa og gasútstreymi á mælum við eldgosið. „Stuttu síðar sást spýja brjóta sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn. Í gær var sett upp ný vefmyndavél við vestari garðinn, rétt í tæka tíð til þess að mynda framhlaupið,“ segir í tilkynningu. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hraunspýja hafi áður farið yfir vestari garðinn, um það bil á sama tíma og eystri varnargarðurinn var rofinn. „Það var smá spýja og fór rétt fyrir framan garðinn, fór ekki lengra en það. Hraun hefur ekki farið svona langt yfir áður,“ segir Elísabet. Hún segir atburðarásina í morgun hafa verið nokkuð hraða og að áfram flæði hraun yfir garðinn. Spennandi verði að sjá myndir úr Nátthaga þegar rofi til en slæmt skyggni er nú við gosstöðvarnar, líkt og sést í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan. Tveir varnargarðar voru reistir í síðasta mánuði sem tilraun til að stemma stigu við hraunflæði frá gosinu en vestari varnargarðurinn hefur þegar verið rofinn. Þá var greint frá því í gær að hraun væri komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. 4. júní 2021 11:12 Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. 28. maí 2021 20:31 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir að í morgun hafi vakt Veðurstofunnar tekið eftir auknum óróa og gasútstreymi á mælum við eldgosið. „Stuttu síðar sást spýja brjóta sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn. Í gær var sett upp ný vefmyndavél við vestari garðinn, rétt í tæka tíð til þess að mynda framhlaupið,“ segir í tilkynningu. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hraunspýja hafi áður farið yfir vestari garðinn, um það bil á sama tíma og eystri varnargarðurinn var rofinn. „Það var smá spýja og fór rétt fyrir framan garðinn, fór ekki lengra en það. Hraun hefur ekki farið svona langt yfir áður,“ segir Elísabet. Hún segir atburðarásina í morgun hafa verið nokkuð hraða og að áfram flæði hraun yfir garðinn. Spennandi verði að sjá myndir úr Nátthaga þegar rofi til en slæmt skyggni er nú við gosstöðvarnar, líkt og sést í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan. Tveir varnargarðar voru reistir í síðasta mánuði sem tilraun til að stemma stigu við hraunflæði frá gosinu en vestari varnargarðurinn hefur þegar verið rofinn. Þá var greint frá því í gær að hraun væri komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. 4. júní 2021 11:12 Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. 28. maí 2021 20:31 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. 4. júní 2021 11:12
Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. 28. maí 2021 20:31
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18