Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2021 14:37 Eyfi lætur eftir sig sjö börn. Aðsend Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. Gerður Björk Sveinsdóttir, vinkona Eyfa og Margrétar eiginkonu hans, er á meðal þeirra sem hratt af stað söfnuninni. Hún segir samfélagið á Patreksfirði slegið vegna fráfalls Eyfa, en fólk standi þétt saman. „Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir og skrýtnir, en það hefur verið hér áfallateymi frá Rauða krossinum sem hefur verið opið öllum,“ segir Gerður. Hún bætir við að fjöldi fólks, til að mynda bekkjarfélagar barna Eyfa hafi nýtt sér þetta úrræði. Þá var haldin bænastund í Patreksfjarðarkirkju síðastliðinn miðvikudag, sem fjölskylda Eyfa var viðstödd. Eyfi bjó ásamt fjölskyldu sinni á Patreksfirði.Vísir/Vilhelm Gott að tilheyra samheldnu samfélagi Gerður segir samfélagið á Patreksfirði hafa fylkt sér í kringum fjölskyldu Eyfa og sýnt henni mikinn stuðning á þessum erfiðu tímum. „Það er afskaplega gott að vera hluti af litlu og samheldnu samfélagi þegar svona kemur upp. Samfélagið allt er tilbúið til að grípa og halda utan um þau og styðja þau. Ég veit að það verður þannig áfram. Það eru allir sem vilja reyna að gera eitthvað,“ segir Gerður. Upplýsingar um styrktarreikninginn, sem eru á nafni Margrétar, eiginkonu Eyfa, má finna hér að neðan: Kennitala: 190670-5039 Reikningsnúmer: 0123-15-030020 Andlát Vesturbyggð Góðverk Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Gerður Björk Sveinsdóttir, vinkona Eyfa og Margrétar eiginkonu hans, er á meðal þeirra sem hratt af stað söfnuninni. Hún segir samfélagið á Patreksfirði slegið vegna fráfalls Eyfa, en fólk standi þétt saman. „Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir og skrýtnir, en það hefur verið hér áfallateymi frá Rauða krossinum sem hefur verið opið öllum,“ segir Gerður. Hún bætir við að fjöldi fólks, til að mynda bekkjarfélagar barna Eyfa hafi nýtt sér þetta úrræði. Þá var haldin bænastund í Patreksfjarðarkirkju síðastliðinn miðvikudag, sem fjölskylda Eyfa var viðstödd. Eyfi bjó ásamt fjölskyldu sinni á Patreksfirði.Vísir/Vilhelm Gott að tilheyra samheldnu samfélagi Gerður segir samfélagið á Patreksfirði hafa fylkt sér í kringum fjölskyldu Eyfa og sýnt henni mikinn stuðning á þessum erfiðu tímum. „Það er afskaplega gott að vera hluti af litlu og samheldnu samfélagi þegar svona kemur upp. Samfélagið allt er tilbúið til að grípa og halda utan um þau og styðja þau. Ég veit að það verður þannig áfram. Það eru allir sem vilja reyna að gera eitthvað,“ segir Gerður. Upplýsingar um styrktarreikninginn, sem eru á nafni Margrétar, eiginkonu Eyfa, má finna hér að neðan: Kennitala: 190670-5039 Reikningsnúmer: 0123-15-030020
Andlát Vesturbyggð Góðverk Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01