Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2021 09:52 Guðlaugur Þór sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní. Yfirkjörstjórn í prófkjörinu fór yfir kvörtun frá framboði Guðlaugs Þórs síðdegis í gær og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að aðhafast þar sem Magnús hefði ekki skráð sig inn í tölvukerfi flokksins frá 10. maí en framboðsfrestur í prófkjörinu rann út 14. maí. „Þetta var bara athugasemd og hún var bara staðfest og átti rétt á sér,“ sagði Guðlaugur Þór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Athugasemdin hafi ekki snúið að meintu broti framboðs Áslaugar á prófkjörsreglum, heldur aðgangi Magnúsar Sigurbjörnssonar, bróður hennar, að félagatali flokksins. Í úrskurði yfirkjörstjórnar er staðfest að Magnús hafði aðgang að tölvukerfinu og þar með félagatalinu fram til 1. júní síðast liðins en síðast skráð sig inn í kerfið 10. maí og að sú innskráning verið að beiðni starfsmanns flokksins, vegna verkefnis sem Magnús vann að. „Framboðsfrestur vegna prófkjörsins rann út föstudaginn 14. maí sl. Kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Þá var viðbót við kjörskrá sem m.a. innihélt nýskráningar aðgengileg öllum framboðum kl. 10.00 mánudaginn 31. maí. Fyrir liggur að frambjóðendur sem vildu nýta sér þau gögn hófu úthringingar strax í kjölfarið,“ segir í úrskurðinum. Þá segir í úrskurðinum að athugasemdir framboðs Guðlaugs Þórs, sem líkt og Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sætinu, hafi ekki átt við rök að styðjast og að ekki hefði verið brotið gegn ákvæðum prófkjörsreglna um jafnan aðgang að gögnum Sjálfstæðisflokksins. En öllum frambjóðendum var afhent eintak af kjörskrá fyrir prófkjörið gegn greiðslu sem fæst endurgreidd þegar afritunum er skilað aftur til flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní. 4. júní 2021 09:52 Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. 3. júní 2021 18:35 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira
Yfirkjörstjórn í prófkjörinu fór yfir kvörtun frá framboði Guðlaugs Þórs síðdegis í gær og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að aðhafast þar sem Magnús hefði ekki skráð sig inn í tölvukerfi flokksins frá 10. maí en framboðsfrestur í prófkjörinu rann út 14. maí. „Þetta var bara athugasemd og hún var bara staðfest og átti rétt á sér,“ sagði Guðlaugur Þór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Athugasemdin hafi ekki snúið að meintu broti framboðs Áslaugar á prófkjörsreglum, heldur aðgangi Magnúsar Sigurbjörnssonar, bróður hennar, að félagatali flokksins. Í úrskurði yfirkjörstjórnar er staðfest að Magnús hafði aðgang að tölvukerfinu og þar með félagatalinu fram til 1. júní síðast liðins en síðast skráð sig inn í kerfið 10. maí og að sú innskráning verið að beiðni starfsmanns flokksins, vegna verkefnis sem Magnús vann að. „Framboðsfrestur vegna prófkjörsins rann út föstudaginn 14. maí sl. Kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Þá var viðbót við kjörskrá sem m.a. innihélt nýskráningar aðgengileg öllum framboðum kl. 10.00 mánudaginn 31. maí. Fyrir liggur að frambjóðendur sem vildu nýta sér þau gögn hófu úthringingar strax í kjölfarið,“ segir í úrskurðinum. Þá segir í úrskurðinum að athugasemdir framboðs Guðlaugs Þórs, sem líkt og Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sætinu, hafi ekki átt við rök að styðjast og að ekki hefði verið brotið gegn ákvæðum prófkjörsreglna um jafnan aðgang að gögnum Sjálfstæðisflokksins. En öllum frambjóðendum var afhent eintak af kjörskrá fyrir prófkjörið gegn greiðslu sem fæst endurgreidd þegar afritunum er skilað aftur til flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní. 4. júní 2021 09:52 Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. 3. júní 2021 18:35 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira
Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní. 4. júní 2021 09:52
Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. 3. júní 2021 18:35
Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45