Seinni bylgjan: Ótrúlega rólegar undir pressu og þjálfarinn sultuslakur Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 16:32 KA/Þór hefur þegar fagnað sínum fyrsta deildarmeistaratitli og á möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Til þess þarf liðið einn sigur í viðbót. vísir/hulda margrét Leikmenn og þjálfari KA/Þórs sýndu aðdáunarverða yfirvegun og öryggi í sigrinum á Val í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26