Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 17:15 Yair Lapid (t.v.), formaður Yesh Atid flokksins, og Naftali Bennett, formaður Yamina, keppast nú við að komast að samkomulagi um að mynda nýja ríkisstjórn. Getty/Uriel Sinai Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, hefur haft þrjár vikur til þess að tryggja ríkisstjórnarsamstarf og virðist hann á lokametrunum í samningaviðræðum við Natfali Bennett, formann þjóðernisflokkinn Yamina. Frestur Lapids til ríkisstjórnarmyndunar rennur út á miðnætti að staðartíma, eða klukkan níu á íslenskum tíma, í kvöld. Talið er að Bennett verði næsti forsætisráðherra, takist þeim að komast að samkomulagi í kvöld. Þó svo að flokkarnir tveir komist að samkomulagi og myndi nýja ríkisstjórn er ekki víst að hún fái að starfa sem slík. Likud flokkur Netanjahús hefur keppst við að reyna að sannfæra meðlimi annarra hægri flokka, sem óvíst er hvort styðji ríkisstjórnarsamstarfið, til að gera það ekki. Til þess að taka til starfa þarf þingið að samþykkja ríkisstjórnina, eða að minnsta kosti meirihluti þeirra 120 þingmanna sem sitja á þinginu. Samþykki þingið ekki nýja ríkisstjórn mun þurfa að blása til fimmtu þingkosninganna á tveimur árum. Ísrael Tengdar fréttir Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, hefur haft þrjár vikur til þess að tryggja ríkisstjórnarsamstarf og virðist hann á lokametrunum í samningaviðræðum við Natfali Bennett, formann þjóðernisflokkinn Yamina. Frestur Lapids til ríkisstjórnarmyndunar rennur út á miðnætti að staðartíma, eða klukkan níu á íslenskum tíma, í kvöld. Talið er að Bennett verði næsti forsætisráðherra, takist þeim að komast að samkomulagi í kvöld. Þó svo að flokkarnir tveir komist að samkomulagi og myndi nýja ríkisstjórn er ekki víst að hún fái að starfa sem slík. Likud flokkur Netanjahús hefur keppst við að reyna að sannfæra meðlimi annarra hægri flokka, sem óvíst er hvort styðji ríkisstjórnarsamstarfið, til að gera það ekki. Til þess að taka til starfa þarf þingið að samþykkja ríkisstjórnina, eða að minnsta kosti meirihluti þeirra 120 þingmanna sem sitja á þinginu. Samþykki þingið ekki nýja ríkisstjórn mun þurfa að blása til fimmtu þingkosninganna á tveimur árum.
Ísrael Tengdar fréttir Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11
Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08
Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38