Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 09:57 Vænta má að hundar fagni ákvörðun borgarráðs. Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu borgarstjóra sem lögð var fyrir borgarráð 18. maí síðastliðinn um að lækka gjaldskrá fyrir hundahald umtalsvert. Nýskráningargjald hunda lækkar úr 20.800 krónum í 2.000 krónur. Við skráningu þarf einnig að greiða árlegt eftirlitsgjald sem er nú 9.900 krónur en var fyrir lækkun 19.850 krónur. Þá er einnig heimild til að lækka eftirlitsgjald í 6.900 krónur, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Gjald fyrir handsömun óskráðra hunda helst 30.200 krónur. Í greinargerð Borgarstjóra kemur fram að tilgangur tilraunaverkefnisins sé að fjölga skráðum hundum. Fjöldi skráðra hunda fari lækkandi og nauðsyn sé að snúa þeirri þróun við. Gert er ráð fyrir að verkefninu fylgi töluverður kostnaður. Til þess að verkefnið standi undir sér, án aukinna fjárveitinga, þyrfti fjöldi skráðra hunda að nær tvöfaldast. Því er áætlað kostnaðarmat verkefnisins ellefu milljónir króna fyrir fyrsta árið. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýstofnuð Dýraþjónusta Reykjavíkur muni óska eftir viðbótarfjárheimildum á meðan á verkefninu stendur. Dýr Reykjavík Gæludýr Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu borgarstjóra sem lögð var fyrir borgarráð 18. maí síðastliðinn um að lækka gjaldskrá fyrir hundahald umtalsvert. Nýskráningargjald hunda lækkar úr 20.800 krónum í 2.000 krónur. Við skráningu þarf einnig að greiða árlegt eftirlitsgjald sem er nú 9.900 krónur en var fyrir lækkun 19.850 krónur. Þá er einnig heimild til að lækka eftirlitsgjald í 6.900 krónur, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Gjald fyrir handsömun óskráðra hunda helst 30.200 krónur. Í greinargerð Borgarstjóra kemur fram að tilgangur tilraunaverkefnisins sé að fjölga skráðum hundum. Fjöldi skráðra hunda fari lækkandi og nauðsyn sé að snúa þeirri þróun við. Gert er ráð fyrir að verkefninu fylgi töluverður kostnaður. Til þess að verkefnið standi undir sér, án aukinna fjárveitinga, þyrfti fjöldi skráðra hunda að nær tvöfaldast. Því er áætlað kostnaðarmat verkefnisins ellefu milljónir króna fyrir fyrsta árið. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýstofnuð Dýraþjónusta Reykjavíkur muni óska eftir viðbótarfjárheimildum á meðan á verkefninu stendur.
Dýr Reykjavík Gæludýr Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira