Gerir ráð fyrir að vera orðinn forseti aftur í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 09:25 Trump er sagður viss um að hann verði aftur orðinn forseti áður en langt um líður. James Devaney/Images Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára. Maggie Haberman, blaðamaður hjá New York Times, greinir frá þessum hugmyndum forsetans fyrrverandi á Twitter. „Trump hefur sagt fjölda fólks sem hann er í samskiptum við að hann geri ráð fyrir því að vera settur aftur í embætti fyrir ágúst (nei, það er ekki þannig sem hlutirnir gagna fyrir sig, ég er bara að deila upplýsingum),“ skrifar Haberman á Twitter. Trump has been telling a number of people he’s in contact with that he expects he will get reinstated by August (no that isn’t how it works but simply sharing the information). https://t.co/kaXSXKnpF0— Maggie Haberman (@maggieNYT) June 1, 2021 Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur sú hugmynd, að Trump geti einfaldlega verið settur aftur í embætti á næstu mánuðum, átt auknu fylgi að fagna meðal stuðningsmanna forsetans fyrrverandi. Á viðburði sem haldinn var í Dallas um helgina undir merkjum guðsótta og þjóðernishyggju sagði Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður fyrir framboð Trumps, að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og uppskar mikla gleði viðstaddra. „Valdarán í anda Mjanmar“ Greint hefur verið frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, virtist á sama viðburði sýna hugmynd um „valdarán í anda Mjanmar,“ hugsað til þess að koma Trump aftur til valda, stuðning. Here is video of former general and National Security Advisor Mike Flynn calling for a Myanmar-like coup to replace the sitting U.S. president with Donald Trump. The talk of war is very real. pic.twitter.com/1GoP5OG1He— justin glawe (@JustinGlawe) May 30, 2021 Í febrúar á þessu ári framdi mjanmarski herinn valdarán í landinu og fangelsaði Aung San Suu Kyi, kjörinn leiðtoga landsins. Í kjölfarið spratt upp mikil mótmælaalda sem herinn hefur svarað með hörku, þannig að fjöldi mótmælenda hefur verið drepinn. Flynn hefur síðan hafnað því að hafa opinberlega veitt hugmyndinni um valdarán stuðning og sakað bandaríska fjölmiðla um falsfréttaflutning, líkt og Trump sjálfur hefur oft gert í gegnum tíðina. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Maggie Haberman, blaðamaður hjá New York Times, greinir frá þessum hugmyndum forsetans fyrrverandi á Twitter. „Trump hefur sagt fjölda fólks sem hann er í samskiptum við að hann geri ráð fyrir því að vera settur aftur í embætti fyrir ágúst (nei, það er ekki þannig sem hlutirnir gagna fyrir sig, ég er bara að deila upplýsingum),“ skrifar Haberman á Twitter. Trump has been telling a number of people he’s in contact with that he expects he will get reinstated by August (no that isn’t how it works but simply sharing the information). https://t.co/kaXSXKnpF0— Maggie Haberman (@maggieNYT) June 1, 2021 Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur sú hugmynd, að Trump geti einfaldlega verið settur aftur í embætti á næstu mánuðum, átt auknu fylgi að fagna meðal stuðningsmanna forsetans fyrrverandi. Á viðburði sem haldinn var í Dallas um helgina undir merkjum guðsótta og þjóðernishyggju sagði Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður fyrir framboð Trumps, að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og uppskar mikla gleði viðstaddra. „Valdarán í anda Mjanmar“ Greint hefur verið frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, virtist á sama viðburði sýna hugmynd um „valdarán í anda Mjanmar,“ hugsað til þess að koma Trump aftur til valda, stuðning. Here is video of former general and National Security Advisor Mike Flynn calling for a Myanmar-like coup to replace the sitting U.S. president with Donald Trump. The talk of war is very real. pic.twitter.com/1GoP5OG1He— justin glawe (@JustinGlawe) May 30, 2021 Í febrúar á þessu ári framdi mjanmarski herinn valdarán í landinu og fangelsaði Aung San Suu Kyi, kjörinn leiðtoga landsins. Í kjölfarið spratt upp mikil mótmælaalda sem herinn hefur svarað með hörku, þannig að fjöldi mótmælenda hefur verið drepinn. Flynn hefur síðan hafnað því að hafa opinberlega veitt hugmyndinni um valdarán stuðning og sakað bandaríska fjölmiðla um falsfréttaflutning, líkt og Trump sjálfur hefur oft gert í gegnum tíðina.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51
Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40