Níu mánaða fangelsi fyrir að brjóta á þremur börnum í Austurbæjarskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 20:56 Yngsta barnið var níu ára gamalt. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á þremur börnum í Austurbæjarskóla haustið 2019. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða einu barnanna, sem var níu ára þegar brotið átti sér stað, hálfa milljón króna í miskabætur. Atvikin áttu sér stað í Austurbæjarskóla í byrjun september 2019. Maðurinn hafði laumað sér inn í skólann á meðan á kennslu stóð og lokkað níu ára gamla stúlku með sér upp á rishæð skólans. Hann hafi þar snert hana með óviðeigandi hætti á rassi, lærum og kynfærum utanklæða. Stúlkan leitaði til starfsmanns skólans strax eftir atvikið og greindi starfsmanninum frá því hvað hafi skeð. Stúlkunni var þá strax vísað til skólastjórnenda sem kölluðu til lögreglu. Fram kemur í dómi að eftir að stúlkan lét skólastjórnendur vita fór aðstoðarskólastjórinn að leita að manninum. Hún fann hann fljótt, en hann var nokkuð áberandi klæddur í hvítan joggingalla. Vísaði hún honum á skrifstofu skólans og sagði maðurinn henni það að hann væri að bíða eftir frænda sínum sem væri nemandi við skólann. Maðurinn yfirgaf skólann stuttu síðar, þegar af honum var litið. Daginn eftir bárust lögreglu upplýsingar frá skólastjóra Austurbæjarskóla um að annar nemandi við skólann, fjórtán ára drengur, hafi greint frá því að hann hafi hitt mann í skólanum daginn áður sem hefði slegið hann á rassinn utanklæða og aðspurður hefði maðurinn sagst vera að grínast. Maðurinn hafi þá boðið honum fíkniefni. Við rannsókn málsins kom í ljós að þriðji nemandinn við skólann, fimmtán ára stúlka, hafi einnig orðið á vegi mannsins. Hann hafi snert hana á óviðeigandi hátt, elt hana á skólalóðinni þar til hún fór til hóps af drengjum á lóðinni. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot, en í bæði skiptin keyrði hann sviptur ökuréttindum. Dómsmál Barnavernd Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
Atvikin áttu sér stað í Austurbæjarskóla í byrjun september 2019. Maðurinn hafði laumað sér inn í skólann á meðan á kennslu stóð og lokkað níu ára gamla stúlku með sér upp á rishæð skólans. Hann hafi þar snert hana með óviðeigandi hætti á rassi, lærum og kynfærum utanklæða. Stúlkan leitaði til starfsmanns skólans strax eftir atvikið og greindi starfsmanninum frá því hvað hafi skeð. Stúlkunni var þá strax vísað til skólastjórnenda sem kölluðu til lögreglu. Fram kemur í dómi að eftir að stúlkan lét skólastjórnendur vita fór aðstoðarskólastjórinn að leita að manninum. Hún fann hann fljótt, en hann var nokkuð áberandi klæddur í hvítan joggingalla. Vísaði hún honum á skrifstofu skólans og sagði maðurinn henni það að hann væri að bíða eftir frænda sínum sem væri nemandi við skólann. Maðurinn yfirgaf skólann stuttu síðar, þegar af honum var litið. Daginn eftir bárust lögreglu upplýsingar frá skólastjóra Austurbæjarskóla um að annar nemandi við skólann, fjórtán ára drengur, hafi greint frá því að hann hafi hitt mann í skólanum daginn áður sem hefði slegið hann á rassinn utanklæða og aðspurður hefði maðurinn sagst vera að grínast. Maðurinn hafi þá boðið honum fíkniefni. Við rannsókn málsins kom í ljós að þriðji nemandinn við skólann, fimmtán ára stúlka, hafi einnig orðið á vegi mannsins. Hann hafi snert hana á óviðeigandi hátt, elt hana á skólalóðinni þar til hún fór til hóps af drengjum á lóðinni. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot, en í bæði skiptin keyrði hann sviptur ökuréttindum.
Dómsmál Barnavernd Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira