Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 22:46 Fólk hefur verið að gera minnisvarða úr barnaskóm víðsvegar um Kanada. Hér má sjá konu leggja niður skópar á þrep ráðhússins í Kinsgston. AP/Lars Hagberg Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. „Því miður var þetta ekki undantekning eða einangrað atvik. Við munum ekki hunsa það. Við verðum að horfast í augu við sannleikann,“ sagði Trudeau í dag. Hann sagði sögu þessara skóla vera skammarlega harmsögu og að Kanadamenn þurfi að taka ábyrgð á þeim, samkvæmt frétt CBC. Kamloops Indian skólinn í Bresku Kólumbíu rataði nýverið í fréttirnar vegna líkanna sem fundust þar. Honum var lokað árið 1977 en köll eftir því að ríkið fjármagni leit að líkum við fleiri skóla hafa orðið háværari um helgina. Sjá einnig: Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Skólar þessir kallast á ensku Residential schools. Þeir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum og voru börn af frumbyggjaættum skikkuð til að sækja þá. Markmiðið var að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og meinað að tala þeirra eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börn beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Auk þess sem mikið var um veikindi meðal nemenda. Frá um 1870 til loka síðustu aldar voru minnst 150 þúsund börn sendi í einhverja af minnst 139 skólum. Annar minnisvarði í Ottawa.AP/Adrian Wyld Aðgerðasinnar frumbyggja og vísindamenn í Kanada áætla að minnst 4.100 börn hafi dáið í þessum skólum og allt að sex þúsund. Í einum skólanum, sem nefndur er í frétt CBC segir að minnst sjötíu af um 350 nemendum hafi dáið í Red Deer Indian Industrial skólanum í Alberta, sem var starfræktur í 26 ár. Leiðtogar ættbálka frumbyggja hafa haldið því fram að mikla neyslu áfengis og fíkniefna meðal fólks af frumbyggjaættum í Kanada megi að miklu leyti rekja til þeirrar misnotkunar og ofbeldis sem fólk hafi gengið í gegnum í þessum skólum. Kanada Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
„Því miður var þetta ekki undantekning eða einangrað atvik. Við munum ekki hunsa það. Við verðum að horfast í augu við sannleikann,“ sagði Trudeau í dag. Hann sagði sögu þessara skóla vera skammarlega harmsögu og að Kanadamenn þurfi að taka ábyrgð á þeim, samkvæmt frétt CBC. Kamloops Indian skólinn í Bresku Kólumbíu rataði nýverið í fréttirnar vegna líkanna sem fundust þar. Honum var lokað árið 1977 en köll eftir því að ríkið fjármagni leit að líkum við fleiri skóla hafa orðið háværari um helgina. Sjá einnig: Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Skólar þessir kallast á ensku Residential schools. Þeir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum og voru börn af frumbyggjaættum skikkuð til að sækja þá. Markmiðið var að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og meinað að tala þeirra eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börn beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Auk þess sem mikið var um veikindi meðal nemenda. Frá um 1870 til loka síðustu aldar voru minnst 150 þúsund börn sendi í einhverja af minnst 139 skólum. Annar minnisvarði í Ottawa.AP/Adrian Wyld Aðgerðasinnar frumbyggja og vísindamenn í Kanada áætla að minnst 4.100 börn hafi dáið í þessum skólum og allt að sex þúsund. Í einum skólanum, sem nefndur er í frétt CBC segir að minnst sjötíu af um 350 nemendum hafi dáið í Red Deer Indian Industrial skólanum í Alberta, sem var starfræktur í 26 ár. Leiðtogar ættbálka frumbyggja hafa haldið því fram að mikla neyslu áfengis og fíkniefna meðal fólks af frumbyggjaættum í Kanada megi að miklu leyti rekja til þeirrar misnotkunar og ofbeldis sem fólk hafi gengið í gegnum í þessum skólum.
Kanada Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira