Íslendingar megi ekki sofna á verðinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2021 20:00 Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum. Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“ Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“
Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira