Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 16:16 Sara Dögg Svanhildardóttir segir það vera vonbrigði að hafa ekki fengið 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa sóst eftir því. Vísir/Egill Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. „Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
„Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32