Spennt fyrir því að endurvekja Arctic Rafting Eiður Þór Árnason skrifar 28. maí 2021 12:23 Tinna Sigurðardóttir, leiðsögukona og fjárfestir. Aðsend Leiðsögukonan og fjárfestirinn Tinna Sigurðardóttir hefur keypt flúðasiglingafélagið Arctic Rafting af ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Arctic Rafting hóf flúðasiglingar árið 1983 undir vörumerkinu Bátafólkið en félagið rann saman við Arctic Rafting árið 2005 þegar hið síðarnefnda var keypt af Torfa G Yngvasyni og Jóni Heiðari Andréssyni. Var félagið síðar fært undir vörumerkið Arctic Adventures. Tinna var þriðji starfsmaður þess félags árið 2006 og starfaði lengi sem sölustjóri og ævintýraleiðsögukona, að því er fram kemur í tilkynningu. Tinna hefur nú tekið við rekstrinum og fór með sinn fyrsta hóp í flúðasiglingu þann 1. maí síðastliðinn. Hún er með viðskiptafræðigráðu frá Griffith University í Ástralíu. Viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla „Indland og Nepal eiga sérstakan stað í hjarta hennar og þangað hefur hún árlega lagt leið sína í kajak- og flúðasiglingaferðir. Síðastliðin sumur hefur Tinna starfað við leiðsögn í flúðasiglingum í Noregi og á veturnar í göngum á Vatnajökli. Tinna er spennt að taka við Arctic Rafting og ætlar í mikla uppbyggingu þrátt fyrir að reikna ekki með stríðum straum erlendra ferðamanna þetta sumarið,“ segir í tilkynningu. Drumboddsstaðir í Bláskógabyggð eru bækistöðvar Arctic Rafting.Aðsend Bækistöðvar Arctic Rafting eru að Drumboddsstöðum í Bláskógabyggð og eru þær oftast kallaðar Drumbó. Í apríl lauk þar miklum endurbótum og í haust stefnir Tinna á frekari framkvæmdir. Kajak- og flúðasiglingar eru sagðar eiga hug hennar allan og er Tinna alveg viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla á Drumbó. „Það er mikilvægt að það sé til góð aðstaða fyrir þann samheldna hóp sem myndar grasrótina í vatnssportinu. Ég vonast til að geta dreift þekkingu og jafnvel haldið straumvatnsmót í framtíðinni,“ segir Tinna. Hún segist vera bjartsýn á gott sumar, þrátt fyrir mikla óvissutíma og taka á móti fólki í kanó- og flúðasiglingar með bros á vör. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Arctic Rafting hóf flúðasiglingar árið 1983 undir vörumerkinu Bátafólkið en félagið rann saman við Arctic Rafting árið 2005 þegar hið síðarnefnda var keypt af Torfa G Yngvasyni og Jóni Heiðari Andréssyni. Var félagið síðar fært undir vörumerkið Arctic Adventures. Tinna var þriðji starfsmaður þess félags árið 2006 og starfaði lengi sem sölustjóri og ævintýraleiðsögukona, að því er fram kemur í tilkynningu. Tinna hefur nú tekið við rekstrinum og fór með sinn fyrsta hóp í flúðasiglingu þann 1. maí síðastliðinn. Hún er með viðskiptafræðigráðu frá Griffith University í Ástralíu. Viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla „Indland og Nepal eiga sérstakan stað í hjarta hennar og þangað hefur hún árlega lagt leið sína í kajak- og flúðasiglingaferðir. Síðastliðin sumur hefur Tinna starfað við leiðsögn í flúðasiglingum í Noregi og á veturnar í göngum á Vatnajökli. Tinna er spennt að taka við Arctic Rafting og ætlar í mikla uppbyggingu þrátt fyrir að reikna ekki með stríðum straum erlendra ferðamanna þetta sumarið,“ segir í tilkynningu. Drumboddsstaðir í Bláskógabyggð eru bækistöðvar Arctic Rafting.Aðsend Bækistöðvar Arctic Rafting eru að Drumboddsstöðum í Bláskógabyggð og eru þær oftast kallaðar Drumbó. Í apríl lauk þar miklum endurbótum og í haust stefnir Tinna á frekari framkvæmdir. Kajak- og flúðasiglingar eru sagðar eiga hug hennar allan og er Tinna alveg viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla á Drumbó. „Það er mikilvægt að það sé til góð aðstaða fyrir þann samheldna hóp sem myndar grasrótina í vatnssportinu. Ég vonast til að geta dreift þekkingu og jafnvel haldið straumvatnsmót í framtíðinni,“ segir Tinna. Hún segist vera bjartsýn á gott sumar, þrátt fyrir mikla óvissutíma og taka á móti fólki í kanó- og flúðasiglingar með bros á vör.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira