Kosningaórói Njáls Trausta Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 27. maí 2021 20:18 Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað. Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, - jafnvel við Alþingismann. Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra. Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi. Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil. Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. Kjósendur á Austurlandi blekktir Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta. Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi. Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli. Það er öðru nær. Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum. En það hefur hann ekki gert. Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni. Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll. Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025. Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k. Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur. Það getur ekki klikkað. Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi. Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna. Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist. Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga. Því svaraði hann engu. Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja. Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland. En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun