Er allt í himnalagi? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 26. maí 2021 08:30 Senn líður að lokum þessa kjörtímabils ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, þá Vinstri grænir og loks Framsóknarflokkurinn. Reyndar hafa tveir þingmenn VG helst úr lestinni og gengið til liðs við Samfylkingu og Pírata. Kosningar verða í lok september en allir forystumenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeirra fyrsti kostur að þeim loknum sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Það blasir því við að flokkarnir þrír vilja halda áfram sinni vegferð. Spurningin sem kjósendur þurfa því að spyrja sig hvort það sé skynsamlegt að svo verði. Við það mat er rétt að huga að nokkrum staðreyndum á sviði efnahagsmála. Verðstöðugleiki hefur ekki náðst Verðbólgumarkmið Seðlabankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5% yfir hvert 12 mánaða tímabil. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur verðbólgan verið mæld 41 sinni. Í 36 skipti hefur hún verið yfir verðbólgumarkmiðinu, flest þeirra fyrir Covid. Síðustu 12 mánuði hefur hún verið yfir markmiði og fjarlægst þau enn frekar. Nýjasta mælingin sýnir verðbólgu sem nemur 4,6%. Ekki er í augsýn að hún lækki. Verðbólga hækkar mest á Íslandi Ekki er nóg með að verðbólga nálgist að vera tvöfalt meiri en sett markmið gera ráð fyrir. Hún hefur hækkað hlutfallslega langmest á Íslandi miðað við helstu samkeppnislönd innan OECD. Á mannamáli þýðir það að verðlag hefur hækkað hlutfallslega mest á Íslandi undanfarin misseri. Met í atvinnuleysi Atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Atvinnuþátttaka hefur aldrei verið minni. Ný drög að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að atvinnuleysi verð áfram mikið. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi árið 2023 verði enn á bilinu 4–5%. Það er umtalsvert hærra en meðalatvinnuleysi sl. áratuga og skýrt merki um viðvarandi hærra atvinnuleysi á Íslandi en áður hefur þekkst. Aftur sker Ísland sig úr samanburðarlöndum. Hér hefur atvinnuleysið aukist hlutfallslega mest undanfarin misseri. Það er ekki gott met að eiga. Vextir á uppleið Íslendingar búa að jafnaði við mun hærra vaxtastig en önnur Evrópuríki. Oft er talað um Íslandsálagið í því samhengi. Það er því ekkert nýtt. Íslandsálagið hefur haldið sér í þrengingum síðustu missera. Vissulega lækkuðu vextir en voru samt hærri en annars staðar. Nú er vaxtahækkunarferli hafið á Íslandi. Þar tökum við vafasama forystu. Háir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum. Ungt fólk lendir í vandræðum Margt ungt fólk hefur sótt inn á fasteignamarkaðinn að undanförnu. Það hefur gert það meðal annars vegna þess að því hefur á margan hátt verið gert það auðveldara. Á sama tíma hafa vextir verið sögulega lágir. Þetta hefur kallað fram mikla eftirspurn sem markaðurinn hefur ekki geta sinnt að fullu og fasteignaverð hefur rokið upp. Þetta þýðir að margt ungt fólk hefur spennt bogann mjög hátt, og reyndar ekki bara ungt fólk. Nú blasir við þessu skuldsetta unga fólki þrálát verðbólga og hækkandi vextir. Það er ekki góð blanda og hætt við að margir lendi í miklum greiðsluerfiðleikum. Ósjálfbær ríkissjóður Ríkissjóður var orðinn ósjálfbær fyrir Covid. Við í Viðreisn bentum margoft á þetta og vöruðum við. Sama hefur fjármálaráð gert og fjöldi sérfræðinga. Ríkisstjórnin lét sér þetta í léttu rúmi liggja og hélt sínu striki. Nú talar ríkisstjórnin um að á næstu árum þurfi „afkomubætandi aðgerðir“ upp á tugi milljarða. Þetta eru skrautyrði til þess að forðast að tala um niðurskurð og skattahækkanir. Ríkisstjórnin hefur ekki valdið hlutverki sínu Allt það sem að framan er rakið eru blákaldar staðreyndir. Þær sýna svo ekki verður um villst að það er ekki allt í himnalagi. Það eru mörg og erfið verkefni fram undan. Núverandi ríkisstjórn á sér þann draum helstan að halda áfram. Er heppilegt að sá draumur rætist? Það held ég ekki. Á kjördag getum við gefið skýr skilaboð og hafið sókn til raunverulegra umbóta. Það skulum við gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Senn líður að lokum þessa kjörtímabils ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, þá Vinstri grænir og loks Framsóknarflokkurinn. Reyndar hafa tveir þingmenn VG helst úr lestinni og gengið til liðs við Samfylkingu og Pírata. Kosningar verða í lok september en allir forystumenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeirra fyrsti kostur að þeim loknum sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Það blasir því við að flokkarnir þrír vilja halda áfram sinni vegferð. Spurningin sem kjósendur þurfa því að spyrja sig hvort það sé skynsamlegt að svo verði. Við það mat er rétt að huga að nokkrum staðreyndum á sviði efnahagsmála. Verðstöðugleiki hefur ekki náðst Verðbólgumarkmið Seðlabankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5% yfir hvert 12 mánaða tímabil. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur verðbólgan verið mæld 41 sinni. Í 36 skipti hefur hún verið yfir verðbólgumarkmiðinu, flest þeirra fyrir Covid. Síðustu 12 mánuði hefur hún verið yfir markmiði og fjarlægst þau enn frekar. Nýjasta mælingin sýnir verðbólgu sem nemur 4,6%. Ekki er í augsýn að hún lækki. Verðbólga hækkar mest á Íslandi Ekki er nóg með að verðbólga nálgist að vera tvöfalt meiri en sett markmið gera ráð fyrir. Hún hefur hækkað hlutfallslega langmest á Íslandi miðað við helstu samkeppnislönd innan OECD. Á mannamáli þýðir það að verðlag hefur hækkað hlutfallslega mest á Íslandi undanfarin misseri. Met í atvinnuleysi Atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Atvinnuþátttaka hefur aldrei verið minni. Ný drög að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að atvinnuleysi verð áfram mikið. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi árið 2023 verði enn á bilinu 4–5%. Það er umtalsvert hærra en meðalatvinnuleysi sl. áratuga og skýrt merki um viðvarandi hærra atvinnuleysi á Íslandi en áður hefur þekkst. Aftur sker Ísland sig úr samanburðarlöndum. Hér hefur atvinnuleysið aukist hlutfallslega mest undanfarin misseri. Það er ekki gott met að eiga. Vextir á uppleið Íslendingar búa að jafnaði við mun hærra vaxtastig en önnur Evrópuríki. Oft er talað um Íslandsálagið í því samhengi. Það er því ekkert nýtt. Íslandsálagið hefur haldið sér í þrengingum síðustu missera. Vissulega lækkuðu vextir en voru samt hærri en annars staðar. Nú er vaxtahækkunarferli hafið á Íslandi. Þar tökum við vafasama forystu. Háir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum. Ungt fólk lendir í vandræðum Margt ungt fólk hefur sótt inn á fasteignamarkaðinn að undanförnu. Það hefur gert það meðal annars vegna þess að því hefur á margan hátt verið gert það auðveldara. Á sama tíma hafa vextir verið sögulega lágir. Þetta hefur kallað fram mikla eftirspurn sem markaðurinn hefur ekki geta sinnt að fullu og fasteignaverð hefur rokið upp. Þetta þýðir að margt ungt fólk hefur spennt bogann mjög hátt, og reyndar ekki bara ungt fólk. Nú blasir við þessu skuldsetta unga fólki þrálát verðbólga og hækkandi vextir. Það er ekki góð blanda og hætt við að margir lendi í miklum greiðsluerfiðleikum. Ósjálfbær ríkissjóður Ríkissjóður var orðinn ósjálfbær fyrir Covid. Við í Viðreisn bentum margoft á þetta og vöruðum við. Sama hefur fjármálaráð gert og fjöldi sérfræðinga. Ríkisstjórnin lét sér þetta í léttu rúmi liggja og hélt sínu striki. Nú talar ríkisstjórnin um að á næstu árum þurfi „afkomubætandi aðgerðir“ upp á tugi milljarða. Þetta eru skrautyrði til þess að forðast að tala um niðurskurð og skattahækkanir. Ríkisstjórnin hefur ekki valdið hlutverki sínu Allt það sem að framan er rakið eru blákaldar staðreyndir. Þær sýna svo ekki verður um villst að það er ekki allt í himnalagi. Það eru mörg og erfið verkefni fram undan. Núverandi ríkisstjórn á sér þann draum helstan að halda áfram. Er heppilegt að sá draumur rætist? Það held ég ekki. Á kjördag getum við gefið skýr skilaboð og hafið sókn til raunverulegra umbóta. Það skulum við gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar