Enginn leikmaður frá Real í spænska hópnum fyrir EM | Laporte valinn í fyrsta skipti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 13:00 Sergio Ramos fær ekki tækifæri til að bæta við 180 landsleiki sína á EM í sumar. Jose Breton/Getty Images Landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar. Aymeric Laporte er í fyrsta sinn í hópnum en athygli vekur að enginn leikmaður Real Madrid er í hópnum. Þó Enrique megi velja 26 leikmenn hefur hann ákveðið að taka aðeins 24 leikmenn með á mótið. Undanfarin ár hefur venjan verið að hver hópur samanstandi af þremur markvörðum og 20 útileikmönnum. Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga leikmönnum upp í 26 talsins en Enrique virðist ekki sjá tilganginn með að taka svo marga og lét 24 duga. Þjálfarinn velur þó vissulega þrjá markverði. Reikna má með að Unai Simón [Athletic Bilbao] verði í markinu og þá heldur David De Gea [Manchester United] sæti sínu þó hann sé orðinn varamarkvörður Man Utd. Þriðji markvörðurinn er svo Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Fær hann traustið fram yfir Kepa Arrizabalaga [Chelsea] sem er líkt og De Gea varamarkvörður í sínu liði. BREAKING: Sergio Ramos, who has struggled with injury through 2021, is left out of the Spain squad for the Euros. It means that there are NO Real Madrid players in the roster. pic.twitter.com/sRLqYCoWBj— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Eins og áður sagði er enginn leikmaður Real Madrid í hópnum. Talið var að Sergio Ramos færi með enda verið fyrirliði Spánar - sem og Real - undanfarin misseri þó svo hann sé meiddur um þessar mundir. Þá er Dani Carvajal einnig meiddur og því ekki pláss fyrir hann í hópnum. Marco Asensio og Isco hafa ef til vill búist við að fara allavega með á mótið en Enrique sá sér ekki fært að velja þá. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Spain squad: Manchester City Barcelona Villarreal/Atletico Brighton/Chelsea/Leeds/Liverpool/Man Utd/Wolves/PSG/RB Leipzig/Juventus/Napoli/Athletic/Real Sociedad/Valencia Unused picks And not a single Real Madrid player pic.twitter.com/jkvGaynVqs— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Marcos Llorente er titlaður sem varnarmaður en hann spilaði aðallega á miðjunni hjá Spánarmeisturum Atlético Madríd í vetur. Er hann stór ástæða þess að Atl. Madríd landaði titlinum. Þá er Laporte í fyrsta skipti í hópnum en þessi 26 ára gamli Baski var í herbúðum Athletic Bilbao frá 2010 til 2018. Hann lék þó með öllum yngri landsliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Spánverjum. Samherji hans Eric Garcia er einnig hópnum en sá hefur setið nær allt tímabilið á varamannabekk Englansmeistara Manchester City. Það vekur einnig athygli að Adama Traoré sé í hópnum en hann hefur ekki verið upp á sitt besta með Wolverhampton Wanderers á tímabilinu. Hann var hins vegar kominn í ágætis gír undir lok tímabils og hver veit nema hann blómstri á EM í sumar. Leikmannahópur Spánar Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain]. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Þó Enrique megi velja 26 leikmenn hefur hann ákveðið að taka aðeins 24 leikmenn með á mótið. Undanfarin ár hefur venjan verið að hver hópur samanstandi af þremur markvörðum og 20 útileikmönnum. Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga leikmönnum upp í 26 talsins en Enrique virðist ekki sjá tilganginn með að taka svo marga og lét 24 duga. Þjálfarinn velur þó vissulega þrjá markverði. Reikna má með að Unai Simón [Athletic Bilbao] verði í markinu og þá heldur David De Gea [Manchester United] sæti sínu þó hann sé orðinn varamarkvörður Man Utd. Þriðji markvörðurinn er svo Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Fær hann traustið fram yfir Kepa Arrizabalaga [Chelsea] sem er líkt og De Gea varamarkvörður í sínu liði. BREAKING: Sergio Ramos, who has struggled with injury through 2021, is left out of the Spain squad for the Euros. It means that there are NO Real Madrid players in the roster. pic.twitter.com/sRLqYCoWBj— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Eins og áður sagði er enginn leikmaður Real Madrid í hópnum. Talið var að Sergio Ramos færi með enda verið fyrirliði Spánar - sem og Real - undanfarin misseri þó svo hann sé meiddur um þessar mundir. Þá er Dani Carvajal einnig meiddur og því ekki pláss fyrir hann í hópnum. Marco Asensio og Isco hafa ef til vill búist við að fara allavega með á mótið en Enrique sá sér ekki fært að velja þá. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Spain squad: Manchester City Barcelona Villarreal/Atletico Brighton/Chelsea/Leeds/Liverpool/Man Utd/Wolves/PSG/RB Leipzig/Juventus/Napoli/Athletic/Real Sociedad/Valencia Unused picks And not a single Real Madrid player pic.twitter.com/jkvGaynVqs— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Marcos Llorente er titlaður sem varnarmaður en hann spilaði aðallega á miðjunni hjá Spánarmeisturum Atlético Madríd í vetur. Er hann stór ástæða þess að Atl. Madríd landaði titlinum. Þá er Laporte í fyrsta skipti í hópnum en þessi 26 ára gamli Baski var í herbúðum Athletic Bilbao frá 2010 til 2018. Hann lék þó með öllum yngri landsliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Spánverjum. Samherji hans Eric Garcia er einnig hópnum en sá hefur setið nær allt tímabilið á varamannabekk Englansmeistara Manchester City. Það vekur einnig athygli að Adama Traoré sé í hópnum en hann hefur ekki verið upp á sitt besta með Wolverhampton Wanderers á tímabilinu. Hann var hins vegar kominn í ágætis gír undir lok tímabils og hver veit nema hann blómstri á EM í sumar. Leikmannahópur Spánar Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain].
Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain].
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira