„Geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 09:00 Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir segja Valskonur þurfa að stíga upp í komandi einvígi við Hauka. Þær búast við spennandi einvígi sem geti vel farið í fimm leiki. Ljóst varð á föstudag að Valur og Haukar munu etja kappi í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Einvígið hefst á fimmtudagskvöld en rýnt var í það sem framundan er í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld. Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins