Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 18:46 Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn. Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.” Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.”
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira