Curry og félagar spila upp á „sigur eða sumarfrí“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:30 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors verða að vinna í kvöld. AP/Gerald Herbert Umspil NBA deildarinnar í körfubolta lýkur í kvöld með hreinum úrslitaleik á milli Golden State Warriors og Memphis Grizzlies um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira