Úr vonlausri stöðu í úrslitakeppni eins og Westbrook fullyrti Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2021 07:31 Russell Westbrook fagnaði með stuðningsmönnum eftir sigurinn dýrmæta í gærkvöld. AP/Nick Wass Washington Wizards varð í gærkvöld áttunda og síðasta liðið í austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta til að komast í úrslitakeppnina. Washington vann Indiana Pacers 142-115 í umspilsleik. Washington mætir austurdeildarmeisturum Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það leit alls ekki út fyrir að Washington gæti komist í úrslitakeppnina eftir skelfilegt gengi framan af leiktíð. Scott Brooks, þjálfari Washington, segir að Russell Westbrook hafi átt stóran þátt í að liðið skyldi ekki missa trúna á að það væri hægt. Það hafði gengið á ýmsu vegna kórónuveirusmita og meiðsla, og Washington var 15 leikjum frá 50% sigurhlutfalli (17 sigrar, 32 töp), þegar Westbrook kallaði liðsfélaga sína saman til fundar. Þar flutti hann, samkvæmt Brooks, mjög ástríðufulla og beinskeytta ræðu sem gekk út á það að liðið myndi ekki missa af úrslitakeppninni. Nú hefur það raungerst. Indiana sá aldrei til sólar í leiknum í gær og Washington náði mest 38 stiga forskoti. Westbrook skoraði 18 stig, átti 15 stoðsendingar og tók átta fráköst. Bradley Beal var stigahæstur með 25 stig. Sigurinn var svo öruggur að Beal gat hvílt sig allan fjórða leikhluta og Westbrook síðustu átta mínúturnar. Einvígi Washington og Philadelphia hefst á sunnudaginn. Aðeins einum leik er ólokið í hinu nýja umspili en það ræðst í nótt hvort það verða Memphis Grizzlies eða Golden State Warriors sem leika í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. The @WashWizards clinch the East #8 seed and will face Philadelphia in the First Round of the #NBAPlayoffs.The @memgrizz and @warriors battle Friday at 9pm/et on ESPN for the West #8 seed! #StateFarmPlayIn pic.twitter.com/WGiLsslcjh— NBA (@NBA) May 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Washington mætir austurdeildarmeisturum Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það leit alls ekki út fyrir að Washington gæti komist í úrslitakeppnina eftir skelfilegt gengi framan af leiktíð. Scott Brooks, þjálfari Washington, segir að Russell Westbrook hafi átt stóran þátt í að liðið skyldi ekki missa trúna á að það væri hægt. Það hafði gengið á ýmsu vegna kórónuveirusmita og meiðsla, og Washington var 15 leikjum frá 50% sigurhlutfalli (17 sigrar, 32 töp), þegar Westbrook kallaði liðsfélaga sína saman til fundar. Þar flutti hann, samkvæmt Brooks, mjög ástríðufulla og beinskeytta ræðu sem gekk út á það að liðið myndi ekki missa af úrslitakeppninni. Nú hefur það raungerst. Indiana sá aldrei til sólar í leiknum í gær og Washington náði mest 38 stiga forskoti. Westbrook skoraði 18 stig, átti 15 stoðsendingar og tók átta fráköst. Bradley Beal var stigahæstur með 25 stig. Sigurinn var svo öruggur að Beal gat hvílt sig allan fjórða leikhluta og Westbrook síðustu átta mínúturnar. Einvígi Washington og Philadelphia hefst á sunnudaginn. Aðeins einum leik er ólokið í hinu nýja umspili en það ræðst í nótt hvort það verða Memphis Grizzlies eða Golden State Warriors sem leika í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. The @WashWizards clinch the East #8 seed and will face Philadelphia in the First Round of the #NBAPlayoffs.The @memgrizz and @warriors battle Friday at 9pm/et on ESPN for the West #8 seed! #StateFarmPlayIn pic.twitter.com/WGiLsslcjh— NBA (@NBA) May 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn