Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2021 18:11 Í farangri konunnar sem var handtekinn í desember fundust fimm þúsund MDMA töflur, hundrað LSD töflur og fimm kíló af kannabisefnum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór. Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór.
Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira