„Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 11:00 Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson sjást hér í Domino's Körfuboltakvöldi í DHL-höllinni í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Það hafa komið upp mörg mál að undanförnu þar sem leikmenn Domino's deildarinnar í körfubolta hafa verið dæmdir í leikbann. Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þetta í þættinum sínum í DHL-höllinni í gær. „Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
„Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins