Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 00:02 Þrátt fyrir yfirlýsingar Netanjahús í dag virðast einhverjir telja að vopnahléssamningur gæti náðst um helgina. getty/kobi wolf/bloomberg Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við ákalli Bandaríkjaforseta Joe Bidens um að draga verulega úr loftárásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir samtal þeirra í dag að hann myndi gefa í árásirnar. Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast. Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast.
Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00
Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00