Skiptu 22 sinnum um forystu í leik eitt og stríð KR og Vals heldur áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 14:01 Matthías Orri Sigurðarson var að spila á móti KR í síðustu úrslitakeppni en nú er hann með KR á móti Val þar sem eru margir úr KR-liðinu sem hann mætti í úrslitakeppninni 2019. Vísir/Bára Vísir hitar upp fyrir stórleik kvöldsins með myndbandi um það helsta sem gerðist í frábærum fyrsta leik KR-inga og Valsmanna. Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28) Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins