Stríðið sem við getum stoppað Viggó Örn Jónsson skrifar 19. maí 2021 07:30 Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur nú staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur fíkniefnaneysla stóraukist, glæpir tengdir fíkniefnum vaxið ár frá ári og kostnaðurinn í mannslífum hækkar stöðugt. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir neyslu hefur þessi stefna fullkomlega mistekist. Íslenskir fíkniefnasalar hafa opið allan sólarhringinn og eru með heimsendingarþjónustu. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir glæpi getur hvert mannsbarn séð hvers konar þrot þetta er. Hér á Íslandi hefur okkur tekist að laða til okkar tug erlendra glæpahópa sem lifa hér góðu lífi á sölu fíkniefna. Eftir 50 ár er það allur árangurinn. Nú tala þingmenn af miklum kosningamóð um að leysa þetta vandamál sem glæpahóparnir eru. Það er næstum spaugilegt í ljósi þess að þingið bjó vandamálið til. Hvað er glæpur? Það er mikilvægt að skilja að það voru lögin sem bjuggu til glæpina. Þegar við gerum neyslu sumra fíkniefna að glæp, gerum við ekki aðeins þá sem neyta fíkniefna að glæpamönnum, við erum líka að búa til heilt hagkerfi af glæpum sem lifir á þessu fólki. Þannig bjó áfengisbannið í Bandaríkjunum til Mafíuna. Við bjuggum til gríðarlega ábatasama ólöglega atvinnugrein fyrir glæpamenn sem lifa eins og sníkjudýr á þeim sem við þykjumst vilja vernda. Allir glæpamennirnir sem selja fíkniefni, innheimta með ofbeldi og senda ungt skuldsett fólk sem burðardýr á milli landa - ungt fólk að stunda þjófnað og vændi til að fjármagna neyslu - við bjuggum þetta allt til með vondri löggjöf. Við bjuggum til þann hrylling sem erlendir glæpahópar eru. Ef bannið væri ekki til staðar væri ekkert hér fyrir fíkniefnasalana að gera. Til að bæta gráu ofan á svart eru sömu þingmenn og tala af mestri hörku gegn mildari löggjöf nú að nota erlendu glæpahópana til að ala á tortryggni gegn innflytjendum. Fíkn er ekki löggæsluvandamál Fíkn er heilbrigðisvandamál. Fíkniefni - lögleg sem ólögleg - eru leið til að flýja og gleyma daglegu amstri. Fyrir marga er það lítið annað en skemmtun um helgar eða afslappandi hvítvínsglas eftir vinnu. Fyrir suma er hins vegar aðeins of gott að flýja sársauka lífsins. Hjá sumum taka efnin smátt og smátt völdin. Löggjöfin okkar ætti að vernda þetta fólk en í staðinn gera lögin neyslu þeirra glæpsamlega og senda þau í fangið á glæpamönnum. Fólkið sem lögin ættu að vernda eru fólkið sem lögin vilja refsa. Hvað eigum við þá að „gera“? Nálgun okkar að öllum fíkniefnum ætti að byggja á einni grundvallarspurningu: Hvernig getum við lágmarkað þann skaða sem áfengi og önnur fíkniefni valda? Við eigum að hætta að hugsa um fíkn og fíkniefni sem glæpi og hætta að breyta fíklum í glæpamenn. Við eigum að hætta að jaðarsetja viðkvæmasta fólk samfélagsins. Við þurfum að hjálpa börnunum okkar og hætta að senda þau í fangelsi. Við eigum að gera efnin sjálf minna skaðleg. Spírinn sem er keyptur úr skottinu á bíl og bruggaður við misjöfn skilyrði er mun hættulegri en það áfengi sem er selt út í búð. Það sama gildir um fíkniefnin sem eru ólögleg. Þau eru hættulegri vegna þess hvernig þau eru framleidd og seld. Fíkniefni hverfa ekki þegar þau eru bönnuð og þau hverfa ekki þegar þau eru leyfð en við getum losað okkur við glæpamennina. Á undanförnum árum hefur stjórnvöldum víða um heim orðið þetta ljóst og í hverju landinu á fætur öðru hefur löggjöfin breyst. Bannið leysir engin vandamál en býr til mörg ný sem versna og versna. Þannig hefur þetta gengið í 50 ár. Eigum við þá að halda banninu áfram og búast við einhverri annarri niðurstöðu? Stríðið sem við getum stoppað Við horfum reið og döpur á óbreytta borgara falla í átökum í Sýrlandi, Palestínu og Lýbíu. Hversu aum eru stjórnmálin að þetta skuli vera niðurstaðan? Og við erum full vanmáttar yfir því að geta ekkert gert til að stöðva mannfallið. Við getum hins vegar hætt stríðinu gegn okkur sjálfum. Það er pólitísk ákvörðun sem við getum tekið á morgun. Við getum breytt þessari ömurlögu löggjöf og byrjað að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda í stað þess að breyta þeim í óvini. Nú þegar við sjáum ofbeldið magnast á götum borgarinnar þá er tækifæri til að hugsa þetta upp á nýtt. Þegar þú ert í stríði sem hefur staðið í heilan mannsaldur en situr uppi með ekkert nema ósigra og fórnarlömb, er þá ekki kominn tími til að leggja niður vopn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lögreglan Viggó Örn Jónsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur nú staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur fíkniefnaneysla stóraukist, glæpir tengdir fíkniefnum vaxið ár frá ári og kostnaðurinn í mannslífum hækkar stöðugt. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir neyslu hefur þessi stefna fullkomlega mistekist. Íslenskir fíkniefnasalar hafa opið allan sólarhringinn og eru með heimsendingarþjónustu. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir glæpi getur hvert mannsbarn séð hvers konar þrot þetta er. Hér á Íslandi hefur okkur tekist að laða til okkar tug erlendra glæpahópa sem lifa hér góðu lífi á sölu fíkniefna. Eftir 50 ár er það allur árangurinn. Nú tala þingmenn af miklum kosningamóð um að leysa þetta vandamál sem glæpahóparnir eru. Það er næstum spaugilegt í ljósi þess að þingið bjó vandamálið til. Hvað er glæpur? Það er mikilvægt að skilja að það voru lögin sem bjuggu til glæpina. Þegar við gerum neyslu sumra fíkniefna að glæp, gerum við ekki aðeins þá sem neyta fíkniefna að glæpamönnum, við erum líka að búa til heilt hagkerfi af glæpum sem lifir á þessu fólki. Þannig bjó áfengisbannið í Bandaríkjunum til Mafíuna. Við bjuggum til gríðarlega ábatasama ólöglega atvinnugrein fyrir glæpamenn sem lifa eins og sníkjudýr á þeim sem við þykjumst vilja vernda. Allir glæpamennirnir sem selja fíkniefni, innheimta með ofbeldi og senda ungt skuldsett fólk sem burðardýr á milli landa - ungt fólk að stunda þjófnað og vændi til að fjármagna neyslu - við bjuggum þetta allt til með vondri löggjöf. Við bjuggum til þann hrylling sem erlendir glæpahópar eru. Ef bannið væri ekki til staðar væri ekkert hér fyrir fíkniefnasalana að gera. Til að bæta gráu ofan á svart eru sömu þingmenn og tala af mestri hörku gegn mildari löggjöf nú að nota erlendu glæpahópana til að ala á tortryggni gegn innflytjendum. Fíkn er ekki löggæsluvandamál Fíkn er heilbrigðisvandamál. Fíkniefni - lögleg sem ólögleg - eru leið til að flýja og gleyma daglegu amstri. Fyrir marga er það lítið annað en skemmtun um helgar eða afslappandi hvítvínsglas eftir vinnu. Fyrir suma er hins vegar aðeins of gott að flýja sársauka lífsins. Hjá sumum taka efnin smátt og smátt völdin. Löggjöfin okkar ætti að vernda þetta fólk en í staðinn gera lögin neyslu þeirra glæpsamlega og senda þau í fangið á glæpamönnum. Fólkið sem lögin ættu að vernda eru fólkið sem lögin vilja refsa. Hvað eigum við þá að „gera“? Nálgun okkar að öllum fíkniefnum ætti að byggja á einni grundvallarspurningu: Hvernig getum við lágmarkað þann skaða sem áfengi og önnur fíkniefni valda? Við eigum að hætta að hugsa um fíkn og fíkniefni sem glæpi og hætta að breyta fíklum í glæpamenn. Við eigum að hætta að jaðarsetja viðkvæmasta fólk samfélagsins. Við þurfum að hjálpa börnunum okkar og hætta að senda þau í fangelsi. Við eigum að gera efnin sjálf minna skaðleg. Spírinn sem er keyptur úr skottinu á bíl og bruggaður við misjöfn skilyrði er mun hættulegri en það áfengi sem er selt út í búð. Það sama gildir um fíkniefnin sem eru ólögleg. Þau eru hættulegri vegna þess hvernig þau eru framleidd og seld. Fíkniefni hverfa ekki þegar þau eru bönnuð og þau hverfa ekki þegar þau eru leyfð en við getum losað okkur við glæpamennina. Á undanförnum árum hefur stjórnvöldum víða um heim orðið þetta ljóst og í hverju landinu á fætur öðru hefur löggjöfin breyst. Bannið leysir engin vandamál en býr til mörg ný sem versna og versna. Þannig hefur þetta gengið í 50 ár. Eigum við þá að halda banninu áfram og búast við einhverri annarri niðurstöðu? Stríðið sem við getum stoppað Við horfum reið og döpur á óbreytta borgara falla í átökum í Sýrlandi, Palestínu og Lýbíu. Hversu aum eru stjórnmálin að þetta skuli vera niðurstaðan? Og við erum full vanmáttar yfir því að geta ekkert gert til að stöðva mannfallið. Við getum hins vegar hætt stríðinu gegn okkur sjálfum. Það er pólitísk ákvörðun sem við getum tekið á morgun. Við getum breytt þessari ömurlögu löggjöf og byrjað að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda í stað þess að breyta þeim í óvini. Nú þegar við sjáum ofbeldið magnast á götum borgarinnar þá er tækifæri til að hugsa þetta upp á nýtt. Þegar þú ert í stríði sem hefur staðið í heilan mannsaldur en situr uppi með ekkert nema ósigra og fórnarlömb, er þá ekki kominn tími til að leggja niður vopn?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun