„Ruslakonan“ Ásta Júlía fékk mikið hrós í Domino´s Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 11:01 Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær á móti Fjölni í gær og þurfti bara átján mínútur til að skora átján stig. Vísir/Bára Ásta Júlía Grímsdóttir átti mjög flottan leik þegar Valskonur komust í 2-0 á móti Fjölni í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en frammistaða hennar var tekin sérstaklega fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir leikinn. Ásta Júlía skoraði 18 stig á 18 mínútum en hún hitti úr sjö af átta skotum sínum og tók auk þess sex fráköst. Ekki slæmt fyrir Valsliðið að fá svona frammistöðu af bekknum. „Það þurfti ekki að gíra þessa stúlku upp í neitt. Hversu geggjuð var Ásta Júlía í kvöld,“ spurði Pálína Gunnlaugsdóttir, umsjónarkona Domino´s Körfuboltakvöld og beindi spurningu sinni til Berglindar Gunnarsdóttur. „Ásta Júlía er heilt yfir búin að vera svo góð í vetur og ég er svo ótrúlega hrifin af þessum leikmanni. Hún er algjör ruslakona ef ég má segja það og hún vinnur ótrúlega vel. Hún hreyfir sig svo vel eftir hindranir,“ sagði Berglind. Ásta Júlía kom aftur í Val í vetur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Hún er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Stelpurnar fóru líka yfir það hvernig Ásta Júlía nær að opna sig svona vel með því að halda hindrunum sínum svo lengi. „Hún er ekki bara ruslakarl því hún er þolinmóð, ógeðslega dugleg og svo er hún bara klár að klára færin sín,“ sagði Pálína. „Ásta Júlía var best í kvöld en Ásta Júlía þarf ekki alltaf að vera best í Val til að Valsliðið vinni. Í næsta leik gæti það verið Haddý,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir. „Ásta Júlía kemur inn af bekknum og er stigahæst. Það segir okkur svo mikið um breiddina í þessu liði,“ sagði Berglind. „Vopnabúrið er svo ótrúlega stórt hjá þeim. Það getur verið Helena einn leikinn og Ásta Júlía í þeim næsta eða Kiana. Þær þurfa ekki allar að eiga stórleik. Það er það sem gerir þetta lið svo geggjað,“ sagði Ragna Margrét. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Ástu Júlíu og Valsliðið í þættinum í gær. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ásta Júlía með frábæra innkomu Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Ásta Júlía skoraði 18 stig á 18 mínútum en hún hitti úr sjö af átta skotum sínum og tók auk þess sex fráköst. Ekki slæmt fyrir Valsliðið að fá svona frammistöðu af bekknum. „Það þurfti ekki að gíra þessa stúlku upp í neitt. Hversu geggjuð var Ásta Júlía í kvöld,“ spurði Pálína Gunnlaugsdóttir, umsjónarkona Domino´s Körfuboltakvöld og beindi spurningu sinni til Berglindar Gunnarsdóttur. „Ásta Júlía er heilt yfir búin að vera svo góð í vetur og ég er svo ótrúlega hrifin af þessum leikmanni. Hún er algjör ruslakona ef ég má segja það og hún vinnur ótrúlega vel. Hún hreyfir sig svo vel eftir hindranir,“ sagði Berglind. Ásta Júlía kom aftur í Val í vetur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Hún er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Stelpurnar fóru líka yfir það hvernig Ásta Júlía nær að opna sig svona vel með því að halda hindrunum sínum svo lengi. „Hún er ekki bara ruslakarl því hún er þolinmóð, ógeðslega dugleg og svo er hún bara klár að klára færin sín,“ sagði Pálína. „Ásta Júlía var best í kvöld en Ásta Júlía þarf ekki alltaf að vera best í Val til að Valsliðið vinni. Í næsta leik gæti það verið Haddý,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir. „Ásta Júlía kemur inn af bekknum og er stigahæst. Það segir okkur svo mikið um breiddina í þessu liði,“ sagði Berglind. „Vopnabúrið er svo ótrúlega stórt hjá þeim. Það getur verið Helena einn leikinn og Ásta Júlía í þeim næsta eða Kiana. Þær þurfa ekki allar að eiga stórleik. Það er það sem gerir þetta lið svo geggjað,“ sagði Ragna Margrét. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Ástu Júlíu og Valsliðið í þættinum í gær. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ásta Júlía með frábæra innkomu
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira