Dansandi kát Katrín Tanja aðalstjarnan í hundraðasta þætti Buttery Bros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir dansaði um á milli þess að hún tók vel á því. Skjámynd/Youtube Smjörstrákarnir heimsóttu æfingabúðir Katrínar Tönju Davíðsdóttur og hinna CrossFit stjarnanna í Boston í tímamótaþætti sínum. Hundraðasti þáttur Buttery Bros á Youtube var helgaður æfingabúðum Comptrain en þar eigum við Íslendingar einmitt flottan fulltrúa sem var auðvitað aðalstjarna þáttarins. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur æft hjá Ben Bergeron í mörg ár en nú eru margar CrossFit stjörnur að æfa með henni þar sem öll eru að undirbúa sig fyrir undanúrslit heimsleikanna í júní. Í æfingahóp Comptrain eru auk Katrín Tönju þau Chandler Smith, Amanda Barnhart og Samuel Kwant sem eru allt CrossFit fólk í fremstu röð. Samuel Kwant náði í silfur á síðustu heimsleikum alveg eins og Katrín. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Það er gaman hjá þeim eins og kemur vel í ljós í þessari heimsókn til þeirra. Saman keyra þau hvort annað áfram enda öll með keppnishörku og keppnisskap í heimsklassa. Katrín Tanja leikur á alls oddi í myndbandinu og hikar ekki við að dansa og syngja smá fyrr myndavélina. Það fer ekkert á milli mála að íslenska CrossFit stjarnan nýtur sér vel meðal nýju æfingafélaganna. Strákarnir þekkja Katrínu Tönju vel enda hafa þeir hitt hana margoft áður þar á meðal á heimsleikunum í fyrra þar sem hún varð í öðru sæti. Þeir eru líka duglegir að leita til hennar enda streymir frá okkar konu jákvæðni og einstök útgeislun. Katrín Tanja segist vel mjög ánægð með nýju dagskrána þar sem æft er á milli 9 og 11 um morguninn og svo er frí til eitt. Næsta æfing byrjar svo klukkan tvö. Katrín viðurkennir að hún sé ennþá að vinna í því að mæta á réttum tíma eftir hádegið. Síðan taka við fleiri æfingar. Það engu til sparað við undirbúninginn. Katrín er líka himinlifandi með nýju æfingafélagana sína og það er pottþétt að með alla þessa frábæru íþróttamenn við hlið sér eru gæðin mikil á æfingunum. Katrín er þekkt fyrir að blómstra í keppni en ganga ver þegar hún er ein að gera æfingarnar. „Ég held að ég eigi eftir að líta til baka á þessi ár og segja að þetta hafi verið bestu árin mín á ferlinum. Þetta hefur líka verið krefjandi fyrir mig. Hingað til hef ég alltaf verið að fylgja minni eigin dagskrá,“ segir Katrín en nú æfir allur hópurinn saman á löngu fyrirfram ákveðnum tímum. Smjörstrákarnir fylgja hópnum þar sem tekur við hvernig æfingin á fætur annarri og þar er verið að æfa nánast allt milli himins og jarðar enda getur alls konar æfingar birst þegar kemur að keppninni á heimsleikunum. Það má sjá myndbandið með þessari heimsókn hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Hundraðasti þáttur Buttery Bros á Youtube var helgaður æfingabúðum Comptrain en þar eigum við Íslendingar einmitt flottan fulltrúa sem var auðvitað aðalstjarna þáttarins. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur æft hjá Ben Bergeron í mörg ár en nú eru margar CrossFit stjörnur að æfa með henni þar sem öll eru að undirbúa sig fyrir undanúrslit heimsleikanna í júní. Í æfingahóp Comptrain eru auk Katrín Tönju þau Chandler Smith, Amanda Barnhart og Samuel Kwant sem eru allt CrossFit fólk í fremstu röð. Samuel Kwant náði í silfur á síðustu heimsleikum alveg eins og Katrín. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Það er gaman hjá þeim eins og kemur vel í ljós í þessari heimsókn til þeirra. Saman keyra þau hvort annað áfram enda öll með keppnishörku og keppnisskap í heimsklassa. Katrín Tanja leikur á alls oddi í myndbandinu og hikar ekki við að dansa og syngja smá fyrr myndavélina. Það fer ekkert á milli mála að íslenska CrossFit stjarnan nýtur sér vel meðal nýju æfingafélaganna. Strákarnir þekkja Katrínu Tönju vel enda hafa þeir hitt hana margoft áður þar á meðal á heimsleikunum í fyrra þar sem hún varð í öðru sæti. Þeir eru líka duglegir að leita til hennar enda streymir frá okkar konu jákvæðni og einstök útgeislun. Katrín Tanja segist vel mjög ánægð með nýju dagskrána þar sem æft er á milli 9 og 11 um morguninn og svo er frí til eitt. Næsta æfing byrjar svo klukkan tvö. Katrín viðurkennir að hún sé ennþá að vinna í því að mæta á réttum tíma eftir hádegið. Síðan taka við fleiri æfingar. Það engu til sparað við undirbúninginn. Katrín er líka himinlifandi með nýju æfingafélagana sína og það er pottþétt að með alla þessa frábæru íþróttamenn við hlið sér eru gæðin mikil á æfingunum. Katrín er þekkt fyrir að blómstra í keppni en ganga ver þegar hún er ein að gera æfingarnar. „Ég held að ég eigi eftir að líta til baka á þessi ár og segja að þetta hafi verið bestu árin mín á ferlinum. Þetta hefur líka verið krefjandi fyrir mig. Hingað til hef ég alltaf verið að fylgja minni eigin dagskrá,“ segir Katrín en nú æfir allur hópurinn saman á löngu fyrirfram ákveðnum tímum. Smjörstrákarnir fylgja hópnum þar sem tekur við hvernig æfingin á fætur annarri og þar er verið að æfa nánast allt milli himins og jarðar enda getur alls konar æfingar birst þegar kemur að keppninni á heimsleikunum. Það má sjá myndbandið með þessari heimsókn hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira