„Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2021 22:00 Allir fara í kynjafræði í Borgó, nema listnemar. Kynjafræðikennari telur þó að pressan á brautina að gera fagið að skyldu sé að verða sífellt meiri. Vísir/Vilhelm Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af kynjafræði í skólanum frá 2007, þegar skólinn varð fyrstur framhaldsskóla til að bjóða upp á greinina sem valáfanga. Nú, fjórtán árum síðar, fara hátt í 80% allra nemenda Borgó í gegnum kynjafræði. Þeir eru um 1.100 eins og stendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynja- og félagsfræðikennari við Borgarholtsskóla. „Þetta er orðið svo mikið að við erum tvær að kenna þetta,“ segir Hanna Björg, sem tók þó við fyrsta skylduhópnum úr iðnnámi í vetur. Áhugaverðast þar er auðvitað að hópurinn samanstendur næstum því alfarið af strákum. „Þeir voru sumir svolítið skrýtnir í framan,“ segir Hanna og hefur eftir einum efasemdarmanninum: „Ég ætla að vera bifvélavirki. Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Það var þannig töluverð áskorun að lempa drengina en þar kom að þeir sáu margir ljósið, eins og Hanna orðar það. „Þeir skrifa skýrslu og gera upp áfangann í lok annar og veistu, gullmolarnir sem ég er að lesa eftir þessar elskur.“ Þannig segjast drengirnir hafa verið neikvæðir gagnvart þessu framan af en eru nú mjög sáttir og segjast hafa lært helling. „Það er líka mamma búin að hafa samband við mig og þakka fyrir þetta. Drengurinn er þá búinn að vera við matarborðið að ræða málin við móður sína og systur.“ Hanna er síður en svo á því að kynjafræði verði óþörf eftir því sem fleiri vakna til vitundar um málefni kynjanna og segir að umræða á samfélagsmiðlum sé enn í skotgröfunum. „Umræðan er samhengislaus og sundurlaus oft á tíðum og þá er betra að setjast niður í öruggu rými kennslustofunnar og tala saman,“ segir Hanna. Hanna gerir ekki ráð fyrir öðru en að góður árangur í Borgó verði til þess að rúlla af stað snjóbolta inn í aðra framhaldsskóla, sem margir eru þegar farnir að innleiða kynjafræði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af kynjafræði í skólanum frá 2007, þegar skólinn varð fyrstur framhaldsskóla til að bjóða upp á greinina sem valáfanga. Nú, fjórtán árum síðar, fara hátt í 80% allra nemenda Borgó í gegnum kynjafræði. Þeir eru um 1.100 eins og stendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynja- og félagsfræðikennari við Borgarholtsskóla. „Þetta er orðið svo mikið að við erum tvær að kenna þetta,“ segir Hanna Björg, sem tók þó við fyrsta skylduhópnum úr iðnnámi í vetur. Áhugaverðast þar er auðvitað að hópurinn samanstendur næstum því alfarið af strákum. „Þeir voru sumir svolítið skrýtnir í framan,“ segir Hanna og hefur eftir einum efasemdarmanninum: „Ég ætla að vera bifvélavirki. Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Það var þannig töluverð áskorun að lempa drengina en þar kom að þeir sáu margir ljósið, eins og Hanna orðar það. „Þeir skrifa skýrslu og gera upp áfangann í lok annar og veistu, gullmolarnir sem ég er að lesa eftir þessar elskur.“ Þannig segjast drengirnir hafa verið neikvæðir gagnvart þessu framan af en eru nú mjög sáttir og segjast hafa lært helling. „Það er líka mamma búin að hafa samband við mig og þakka fyrir þetta. Drengurinn er þá búinn að vera við matarborðið að ræða málin við móður sína og systur.“ Hanna er síður en svo á því að kynjafræði verði óþörf eftir því sem fleiri vakna til vitundar um málefni kynjanna og segir að umræða á samfélagsmiðlum sé enn í skotgröfunum. „Umræðan er samhengislaus og sundurlaus oft á tíðum og þá er betra að setjast niður í öruggu rými kennslustofunnar og tala saman,“ segir Hanna. Hanna gerir ekki ráð fyrir öðru en að góður árangur í Borgó verði til þess að rúlla af stað snjóbolta inn í aðra framhaldsskóla, sem margir eru þegar farnir að innleiða kynjafræði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30