Kostnaðarþátttaka ríkisins vegna gleraugna fyrir börn aukin úr 30 í 70 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2021 14:33 Ásmundur segir börn eiga að geta notið sömu gæða óháð fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar fjögurra ára barns með +3.0 sjónskerðingu á báðum augum fengu áður 7.000 krónur endurgreiddar vegna gleraugnakaupa árlega en mun frá og með 1. júní næstkomandi fá 20.000 krónur tvisvar á ári. Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“ Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“
Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira