Stórir sigrar hjá Knicks og Warriors í kvöld | Umspil NBA-deildarinnar útskýrt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 22:45 Úr leik New York Knicks og Boston Celtics í kvöld. EPA-EFE/CJ GUNTHER Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Það er nánast allt klárt varðandi úrslitakeppnina og umspilið sem klárast áður.Deildin klárast hins vegar í nótt þegar aðrir tíu leikir fara fram og þar eru tveir sem skera sig úr. New York Knicks vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 96-92, og tryggði sér 4. sætið í Austurdeildinni. RJ Barrett skoraði 22 stig í liði Knicks og Julius Randle skoraði 20 stig ásamt því að grípa sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Jabari Parker var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Four seed secured.Next stop: Playoffs. #NewYorkForever pic.twitter.com/LUsX0H9eSC— x - NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 16, 2021 Khris Middleton skoraði 21 stig í 122-108 sigri Milwaukee Bucks á Miami Heat. Jrue Holiday kom þar á eftir með 20 stig en hann gaf einnig 10 stoðsendingar. Kendrick Nunn skoraði 31 stig í liði Heat. Önnur úrslit voru þau að Indiana Pacers vann Toronto Raptors, 125-113, og Washington Wizards vann Charlotte Hornets, 115-110. Þá vann Phoenix Suns dramatískan tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs, 123-121 og að lokum vann Golden State Warriors 12 stiga sigur á Memphis Grizzlies, 113-101. Warriors náðu þar með 8. sæti Vesturdeildarinnar. Að venju var það Stephen Curry sem fór gjörsamlega hamförum en hann skoraði 46 stig í kvöld. What a performance from Steph to give the Warriors the eighth seed in the Play-In Tournament pic.twitter.com/Q5Gp5754yf— ESPN (@espn) May 16, 2021 Umspil NBA-deildarinnar fer fram 18. til 21. maí og munu liðin í 7. til 10. sæti keppa um sæti í úrslitakeppninni. Vegna kórónufaraldursins var ákveðið að spila 72 leiki í deildarkeppninni frekar en 82 líkt og venjan er. Til að halda spennunni sem lengst var ákveðið að hafa umspil hjá þeim liðum sem eru í kringum síðustu sætin sem þýða þátttöku í úrslitakeppninni. Liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis, liðið sem vinnur þann leik tryggir sér 7. sæti í deildinni og sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, sigurvegarinn í þeim leik mætir svo tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fær þá 8. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. The second half of the regular season will be followed by the 2021 NBA Play-In Tournament, May 18-21!Teams with the 7th-highest through the 10th-highest winning percentages in each conference will qualify to determine the 7th & 8th seeds.Learn More: https://t.co/nwhASm5pFE pic.twitter.com/ahNx326fOO— NBA (@NBA) March 10, 2021 Í Austurdeildinni er staðan þannig að Philadelphia 76ers eru búnir að tryggja sér efsta sætið. Þar á eftir koma Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks, New York Knicks, Atlanta Hawks og Miami Heat. Í umspilið fara Boston Celtics, Charlotte Hornets, Washington Wizards og Indiana Pacers. Í Vesturdeildinni er staðan þannig að Utah Jazz tróna á toppnum. Þar á eftir koma Phoenix Suns, Denver Nuggets, Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Í nótt kemur í ljós hvort Portland Trail Blazers eða Los Angeles Lakers tryggi sér sjötta sætið. Trail Blazers eru í 6. sætinu að svo stöddu og vinni þeir Nuggets í nótt er sætið þeirra. Golden State Warriors, Memphis Grizzlies og San Antonio Spurs fara svo í umspilið. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
New York Knicks vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 96-92, og tryggði sér 4. sætið í Austurdeildinni. RJ Barrett skoraði 22 stig í liði Knicks og Julius Randle skoraði 20 stig ásamt því að grípa sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Jabari Parker var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Four seed secured.Next stop: Playoffs. #NewYorkForever pic.twitter.com/LUsX0H9eSC— x - NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 16, 2021 Khris Middleton skoraði 21 stig í 122-108 sigri Milwaukee Bucks á Miami Heat. Jrue Holiday kom þar á eftir með 20 stig en hann gaf einnig 10 stoðsendingar. Kendrick Nunn skoraði 31 stig í liði Heat. Önnur úrslit voru þau að Indiana Pacers vann Toronto Raptors, 125-113, og Washington Wizards vann Charlotte Hornets, 115-110. Þá vann Phoenix Suns dramatískan tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs, 123-121 og að lokum vann Golden State Warriors 12 stiga sigur á Memphis Grizzlies, 113-101. Warriors náðu þar með 8. sæti Vesturdeildarinnar. Að venju var það Stephen Curry sem fór gjörsamlega hamförum en hann skoraði 46 stig í kvöld. What a performance from Steph to give the Warriors the eighth seed in the Play-In Tournament pic.twitter.com/Q5Gp5754yf— ESPN (@espn) May 16, 2021 Umspil NBA-deildarinnar fer fram 18. til 21. maí og munu liðin í 7. til 10. sæti keppa um sæti í úrslitakeppninni. Vegna kórónufaraldursins var ákveðið að spila 72 leiki í deildarkeppninni frekar en 82 líkt og venjan er. Til að halda spennunni sem lengst var ákveðið að hafa umspil hjá þeim liðum sem eru í kringum síðustu sætin sem þýða þátttöku í úrslitakeppninni. Liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis, liðið sem vinnur þann leik tryggir sér 7. sæti í deildinni og sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, sigurvegarinn í þeim leik mætir svo tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fær þá 8. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. The second half of the regular season will be followed by the 2021 NBA Play-In Tournament, May 18-21!Teams with the 7th-highest through the 10th-highest winning percentages in each conference will qualify to determine the 7th & 8th seeds.Learn More: https://t.co/nwhASm5pFE pic.twitter.com/ahNx326fOO— NBA (@NBA) March 10, 2021 Í Austurdeildinni er staðan þannig að Philadelphia 76ers eru búnir að tryggja sér efsta sætið. Þar á eftir koma Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks, New York Knicks, Atlanta Hawks og Miami Heat. Í umspilið fara Boston Celtics, Charlotte Hornets, Washington Wizards og Indiana Pacers. Í Vesturdeildinni er staðan þannig að Utah Jazz tróna á toppnum. Þar á eftir koma Phoenix Suns, Denver Nuggets, Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Í nótt kemur í ljós hvort Portland Trail Blazers eða Los Angeles Lakers tryggi sér sjötta sætið. Trail Blazers eru í 6. sætinu að svo stöddu og vinni þeir Nuggets í nótt er sætið þeirra. Golden State Warriors, Memphis Grizzlies og San Antonio Spurs fara svo í umspilið. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins