Alexandra Briem næsti forseti borgarstjórnar Sylvía Hall skrifar 14. maí 2021 13:37 Alexandra er fyrsta trans konan sem gegnir embættinu. Píratar Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu. Pawel mun taka við formennsku í skipulags- og samgönguráði þar sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir var áður formaður. Sigurborg sagði skilið við stjórnmálin í upphafi mánaðar vegna álags og veikinda. Alexandra skipaði þriðja sæti á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifir kjörtímabils tekur Alexandra sæti borgarfulltrúa í stað Sigurborgar, Rannveig Ernudóttir verður fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata í fullu starfi og Valgerður Árnadóttir verður einnig í borgarstjórnarflokknum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Alexandra ekki vera upptekin af „titlatogi eða embættum“ en embættið sé þó til marks um traust og ábyrgð sem hún ætli sér að standa undir. Hún hafi verið heilluð af starfi borgarstjórnar frá unga aldri, allt frá því að hún heimsótti ömmu sína sem starfaði í móttöku ráðhússins. „Ég hef örugglega verið eina tíu ára barnið sem bað um að fá að koma og horfa á borgarstjórnarfund, og það blundaði alltaf í mér að þetta væri eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem þyrfti að gera vel og af heilindum og eitthvað sem ég yrði stolt af ef mér gæfist tækifæri til. Nú hefur mér gefist þetta tækifæri og ég lofa ykkur og barninu sem ég var að ég mun sinna starfinu vel og af heilindum, fyrir hönd íbúa borgarinnar.“ Píratar Borgarstjórn Reykjavík Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Pawel mun taka við formennsku í skipulags- og samgönguráði þar sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir var áður formaður. Sigurborg sagði skilið við stjórnmálin í upphafi mánaðar vegna álags og veikinda. Alexandra skipaði þriðja sæti á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifir kjörtímabils tekur Alexandra sæti borgarfulltrúa í stað Sigurborgar, Rannveig Ernudóttir verður fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata í fullu starfi og Valgerður Árnadóttir verður einnig í borgarstjórnarflokknum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Alexandra ekki vera upptekin af „titlatogi eða embættum“ en embættið sé þó til marks um traust og ábyrgð sem hún ætli sér að standa undir. Hún hafi verið heilluð af starfi borgarstjórnar frá unga aldri, allt frá því að hún heimsótti ömmu sína sem starfaði í móttöku ráðhússins. „Ég hef örugglega verið eina tíu ára barnið sem bað um að fá að koma og horfa á borgarstjórnarfund, og það blundaði alltaf í mér að þetta væri eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem þyrfti að gera vel og af heilindum og eitthvað sem ég yrði stolt af ef mér gæfist tækifæri til. Nú hefur mér gefist þetta tækifæri og ég lofa ykkur og barninu sem ég var að ég mun sinna starfinu vel og af heilindum, fyrir hönd íbúa borgarinnar.“
Píratar Borgarstjórn Reykjavík Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira