Ekkert bendir til að átökunum linni í bráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2021 12:30 Ísraelskir skriðdrekar á leiðinni að landamærunum við Gasasvæðið í dag. AP/Tsafrir Abayov Minnst 119 eru látin á Gasasvæðinu eftir árásir Ísraela síðustu daga en ísraelski herinn bætti enn í árásir sínar í nótt. Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50
„Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59
Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05