Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Samúel Karl Ólason og skrifa 12. maí 2021 14:44 Liz Cheney, eftir atkvæðagreiðsluna. AP/Scott Applewhite Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira