Gríðarlegur stærðarmunur þegar Fjallið slóst við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:01 Gunnar Nelson sést hér kominn með gott tak á Hafþóri Júlíusi Björnssyni í æfingaglímu þeirra. Instagram/thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Mjölni á dögunum til þess að slást við Gunnar Nelson og hann tók æfinguna líka upp fyrir fylgjendur sína Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube Box MMA Aflraunir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube
Box MMA Aflraunir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira