„Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. Líkt og greint var frá í dag hefur heilbrigðisráðherra óskað eftir fresti til skila á skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, mun vinna skýrsluna og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem óskaði eftir skýrslunni segir að fresturinn muni að líkum leiða til þess að þingið fái ekki tækifæri til að ræða niðurstöðurnar. „Skýrslan verður nefnilega ekki lögð fram fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir að þingið verður farið í sumarleyfi,“ segir Þorbjörg í stöðuuppfærslu á Facebook. „Markmiðið með skýrslubeiðninni var að stuðla að því að hægt yrði að leggja forsendur á borðið, að eiga í kjölfarið samtal sem gæti leitt til niðurstöðu sem yrði til þess að ná fram sátt og traust meðal kvenna og heilbrigðiskerfisins sjálfs. Svörin um þessa heilbrigðisþjónustu kvenna mun samkvæmt þessu liggja fyrir svo seint að hið pólitíska samtal um málið getur varla átt sér stað á Alþingi fyrir þinglok.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerir athugasemd við að Haraldur Briem hafi verið fenginn til verksins og vísar til þess að samkvæmt skýrslubeiðni hafi átt að velja óháðan aðila í samráði við þingflokka. „Það sem vekur athygli mína er að Haraldur Briem var sóttvarnarlæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var landlæknir sem og þegar Kristján Oddsson, sem leiðir þessar yfirfærslur allar, var aðstoðarlandlæknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunarráði til ráðgjafar þegar fyrirkomulag skimana var ákveðið. Hvernig þessi sami einstaklingur, jafn ágætur og hann er, getur verið óháður aðili sem á að meta breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, áhrif breytinganna á öryggi skimunar og margt fleira, er mér alveg óskiljanlegt,“ segir Helga Vala. „Enn einu sinni fellur heilbrigðisráðherra á prófinu þegar kemur að þessu máli. Það er ekki eitt, það er beinlínis allt við þetta alveg ofboðslega mikið klúður.“ Alþingi Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur heilbrigðisráðherra óskað eftir fresti til skila á skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, mun vinna skýrsluna og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem óskaði eftir skýrslunni segir að fresturinn muni að líkum leiða til þess að þingið fái ekki tækifæri til að ræða niðurstöðurnar. „Skýrslan verður nefnilega ekki lögð fram fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir að þingið verður farið í sumarleyfi,“ segir Þorbjörg í stöðuuppfærslu á Facebook. „Markmiðið með skýrslubeiðninni var að stuðla að því að hægt yrði að leggja forsendur á borðið, að eiga í kjölfarið samtal sem gæti leitt til niðurstöðu sem yrði til þess að ná fram sátt og traust meðal kvenna og heilbrigðiskerfisins sjálfs. Svörin um þessa heilbrigðisþjónustu kvenna mun samkvæmt þessu liggja fyrir svo seint að hið pólitíska samtal um málið getur varla átt sér stað á Alþingi fyrir þinglok.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerir athugasemd við að Haraldur Briem hafi verið fenginn til verksins og vísar til þess að samkvæmt skýrslubeiðni hafi átt að velja óháðan aðila í samráði við þingflokka. „Það sem vekur athygli mína er að Haraldur Briem var sóttvarnarlæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var landlæknir sem og þegar Kristján Oddsson, sem leiðir þessar yfirfærslur allar, var aðstoðarlandlæknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunarráði til ráðgjafar þegar fyrirkomulag skimana var ákveðið. Hvernig þessi sami einstaklingur, jafn ágætur og hann er, getur verið óháður aðili sem á að meta breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, áhrif breytinganna á öryggi skimunar og margt fleira, er mér alveg óskiljanlegt,“ segir Helga Vala. „Enn einu sinni fellur heilbrigðisráðherra á prófinu þegar kemur að þessu máli. Það er ekki eitt, það er beinlínis allt við þetta alveg ofboðslega mikið klúður.“
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira