„Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2021 12:00 Njarðvík getur fallið og komist í úrslitakeppni er ein umferð er eftir af deildarkeppninni. vísir/bára Sævar Sævarsson, einn af spekingum Domino's Körfuboltakvölds, segir að Njarðvík sé stórhættulegt lið í úrslitakeppninni, komist þeir þangað. Benedikt Guðmundsson, annar spekingur, bætti við að fallbaráttan væri erfiðust fyrir harða Njarðvíkinga sem þjálfa liðið. Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins