Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 19:00 Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. vísir/egill Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón. Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón.
Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira