Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 14:48 Skammtar af rússneska bóluefninu Spútnik V í Íran. AP/Saeed Kaari/KAC Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. Yrði það gert með því skilyrði að 75% af keyptum skömmtum verði afhentir í síðasta lagi 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í drögum heilbrigðisráðuneytisins að viðbrögðum við viljayfirlýsingu Russian Direct Investment Fund sem hefur milligöngu um sölu bóluefnisins gegn Covid-19. Barst yfirlýsingin stjórnvöldum í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V. RÚV greindi áður frá málinu. Feli ekki í sér skuldbindingu Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að undirritun viljayfirlýsingarinnar feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Sputnik V. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi ráðherrum frá stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Russian Direct Investment Fund er þjóðarsjóður í eigu rússneska ríkisins en hann fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu. Sputnik V hefur verið í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í byrjun mars. Lýkur því ferli þegar nægjanleg gögn liggja fyrir til að sækja formlega um markaðsleyfi. Fær frumur líkamans til að framleiða gaddapróteinið Sputnik V virkar svipað og bóluefni AstraZeneca og Janssen að því leyti að skaðlaus veira er nýtt til að flytja erfðaefni kórónuveirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að Sputnik V innihaldi tvær gerðir adenóveira, Ad26 og Ad5, sem hafi verið breytt á þann veg að þær innihaldi genaupplýsingar til að framleiða gaddaprótein sem finnast á yfirborði kórónuveirunnar. „Þegar bóluefnið hefur verið gefið fara genaupplýsingarnar úr adenóveirunum inn í frumur líkamans sem hefja framleiðslu á gaddapróteinum. Ónæmiskerfið lítur á þau sem framandi fyrirbæri og hefur varnir með því að framleiða mótefni og T-frumur gegn gaddapróteininu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja viðkomandi einstakling gegn sýkingu af völdum SARS-CoV-2 kórónuveirunnar.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Yrði það gert með því skilyrði að 75% af keyptum skömmtum verði afhentir í síðasta lagi 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í drögum heilbrigðisráðuneytisins að viðbrögðum við viljayfirlýsingu Russian Direct Investment Fund sem hefur milligöngu um sölu bóluefnisins gegn Covid-19. Barst yfirlýsingin stjórnvöldum í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V. RÚV greindi áður frá málinu. Feli ekki í sér skuldbindingu Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að undirritun viljayfirlýsingarinnar feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Sputnik V. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi ráðherrum frá stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Russian Direct Investment Fund er þjóðarsjóður í eigu rússneska ríkisins en hann fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu. Sputnik V hefur verið í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í byrjun mars. Lýkur því ferli þegar nægjanleg gögn liggja fyrir til að sækja formlega um markaðsleyfi. Fær frumur líkamans til að framleiða gaddapróteinið Sputnik V virkar svipað og bóluefni AstraZeneca og Janssen að því leyti að skaðlaus veira er nýtt til að flytja erfðaefni kórónuveirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að Sputnik V innihaldi tvær gerðir adenóveira, Ad26 og Ad5, sem hafi verið breytt á þann veg að þær innihaldi genaupplýsingar til að framleiða gaddaprótein sem finnast á yfirborði kórónuveirunnar. „Þegar bóluefnið hefur verið gefið fara genaupplýsingarnar úr adenóveirunum inn í frumur líkamans sem hefja framleiðslu á gaddapróteinum. Ónæmiskerfið lítur á þau sem framandi fyrirbæri og hefur varnir með því að framleiða mótefni og T-frumur gegn gaddapróteininu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja viðkomandi einstakling gegn sýkingu af völdum SARS-CoV-2 kórónuveirunnar.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17
Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48
Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19