Guðspjallið spilaði ... Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. maí 2021 09:49 Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Tónlist hans og annarra meistara kirkjutónlistarinnar opnar svið innra með hlustandanum sem rökhugsunin nær ekki fyllilega til, orðin eða frásagnirnar. Þegar vel tekst til skynjar hlustandinn voldugar kenndir hrærast innra með sér, sem fátækleg orð ná ekki að lýsa. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Að baki býr mikil vinna, sérstök færni og djúp þekking. Hörður Áskelsson hefur í yfir fjörutíu ár staðið fyrir slíkum tónlistarflutningi í Hallgrímskirkju. Hann hefur laðað til sín margt af besta söngfólki landsins og starfrækt tvo afburða kóra, Mótettukórinn og Schola Cantorum. Þetta er ævistarf hans, og Hallgrímskirkja hefur verið vettvangur þess starfs. Hann hefur lært á hljóm kirkjunnar, fundið hvernig má láta undrið gerast, þegar ómur nær að senda ljósgeisla inn í sálina. Hann hefur spilað guðspjallið. Hann hefur gert manna mest til að gera Hallgrímskirkju að höfuðkirkju. Og nú þegar líður að leiðarlokum skyldi maður ætla að fulltrúar Hallgrímskirkju, prestar hennar og þjóðkirkjan öll þakkaði mikið og gott starf og stuðlaði að farsælum starfslokum sem sómi væri að, ekki síst til að tryggja að tónlistin ómi áfram um hvelfingar kirkjunnar. En það er öðru nær. Herði er gert að yfirgefa þennan starfsvettvang sinn með skömm. Að baki býr vanmat á Herði sem listamanni, vanmat á hlut listarinnar í kirkjustarfinu, vanmat á samstöðu annarra listamanna með honum. Fyrir vikið er tónlistarstarf í kirkjunni í uppnámi, kórarnir tveir á förum og guðspjall fimmta guðspjallamannsins við það að hljóðna. Það hlýtur að vera hægt að vinda ofan af þessu klúðri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímskirkja Tónlist Þjóðkirkjan Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Tónlist hans og annarra meistara kirkjutónlistarinnar opnar svið innra með hlustandanum sem rökhugsunin nær ekki fyllilega til, orðin eða frásagnirnar. Þegar vel tekst til skynjar hlustandinn voldugar kenndir hrærast innra með sér, sem fátækleg orð ná ekki að lýsa. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Að baki býr mikil vinna, sérstök færni og djúp þekking. Hörður Áskelsson hefur í yfir fjörutíu ár staðið fyrir slíkum tónlistarflutningi í Hallgrímskirkju. Hann hefur laðað til sín margt af besta söngfólki landsins og starfrækt tvo afburða kóra, Mótettukórinn og Schola Cantorum. Þetta er ævistarf hans, og Hallgrímskirkja hefur verið vettvangur þess starfs. Hann hefur lært á hljóm kirkjunnar, fundið hvernig má láta undrið gerast, þegar ómur nær að senda ljósgeisla inn í sálina. Hann hefur spilað guðspjallið. Hann hefur gert manna mest til að gera Hallgrímskirkju að höfuðkirkju. Og nú þegar líður að leiðarlokum skyldi maður ætla að fulltrúar Hallgrímskirkju, prestar hennar og þjóðkirkjan öll þakkaði mikið og gott starf og stuðlaði að farsælum starfslokum sem sómi væri að, ekki síst til að tryggja að tónlistin ómi áfram um hvelfingar kirkjunnar. En það er öðru nær. Herði er gert að yfirgefa þennan starfsvettvang sinn með skömm. Að baki býr vanmat á Herði sem listamanni, vanmat á hlut listarinnar í kirkjustarfinu, vanmat á samstöðu annarra listamanna með honum. Fyrir vikið er tónlistarstarf í kirkjunni í uppnámi, kórarnir tveir á förum og guðspjall fimmta guðspjallamannsins við það að hljóðna. Það hlýtur að vera hægt að vinda ofan af þessu klúðri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun