Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 17:00 Stórkaup fluttu í Faxafenið árið 2001 en fyrir það hafði verslunin heitið Bónusbirgðir allt frá stofnun árið 1996. Já.is Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. Reksturinn hefur verið hluti af Olís eftir að olíufélagið sameinaðist smásölurisanum Högum árið 2019 en verslunin hefur verið rekin í um 25 ár. „Þetta er verkefni sem við fengum frá Hagkaup á sínum tíma. Markmiðið var að blása lífi í þetta en rekstraraðstæður á síðasta ári voru því miður með þeim hætti að við töldum okkur ekki fært að halda þessum rekstri óbreyttum áfram. Niðurstaðan var sú að við ákváðum að loka,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís og vísar þar einkum til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Olís.Vísir/vilhelm „Þetta er búið að reynast fyrirtækjum mjög erfitt ástand og þessi hluti í okkar verslunarstarfsemi var bara ekki að ganga upp.“ Allt að tæmast Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því að skila vörum verslunarinnar til birgja og selja restina á sérstakri rýmingarsölu. „Það er ekkert orðið eftir þannig að það verður lokað þarna sennilega á morgun eða fyrir helgi,“ segir Jón. Skömmu eftir samtal hans við fréttamann var tilkynnt á Facebook-síðu Stórkaupa að hún yrði ekki opnuð aftur á morgun. Jón bætir við að hluti vöruúrvalsins muni flytjast yfir í Hagkaup Skeifunni þar sem fólk geti áfram verslað valdar vörur. Það var orðið tómlegt um að litast á síðustu dögum verslunarinnar.Stórkaup Þessum kafla lokið Jón vill ekki kannast við að tilkoma Costco árið 2017 hafi haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Stórkaupa. Báðar verslanirnar sérhæfa sig meðal annars í því að selja matvörur í magnpakkningum sem nýtast ekki síst veitingaaðilum og öðrum rekstraraðilum. Hann segir að hugmyndin með tilfærslu Stórkaupa til Olís hafi verið að samþætta verslunina rekstrarvörustarfsemi Olís en ólíkt Olís einblíndi Stórkaup meira á matvöru og þjónustu við veitingaaðila. „Ástandið á síðasta ári kippti því miður fótunum undan þeim áformum þannig að við ákváðum að loka þessum hluta og einbeita okkur að okkar rekstrarvörusölu en þessum kafla er lokið.“ Verslun Bensín og olía Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Reksturinn hefur verið hluti af Olís eftir að olíufélagið sameinaðist smásölurisanum Högum árið 2019 en verslunin hefur verið rekin í um 25 ár. „Þetta er verkefni sem við fengum frá Hagkaup á sínum tíma. Markmiðið var að blása lífi í þetta en rekstraraðstæður á síðasta ári voru því miður með þeim hætti að við töldum okkur ekki fært að halda þessum rekstri óbreyttum áfram. Niðurstaðan var sú að við ákváðum að loka,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís og vísar þar einkum til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Olís.Vísir/vilhelm „Þetta er búið að reynast fyrirtækjum mjög erfitt ástand og þessi hluti í okkar verslunarstarfsemi var bara ekki að ganga upp.“ Allt að tæmast Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því að skila vörum verslunarinnar til birgja og selja restina á sérstakri rýmingarsölu. „Það er ekkert orðið eftir þannig að það verður lokað þarna sennilega á morgun eða fyrir helgi,“ segir Jón. Skömmu eftir samtal hans við fréttamann var tilkynnt á Facebook-síðu Stórkaupa að hún yrði ekki opnuð aftur á morgun. Jón bætir við að hluti vöruúrvalsins muni flytjast yfir í Hagkaup Skeifunni þar sem fólk geti áfram verslað valdar vörur. Það var orðið tómlegt um að litast á síðustu dögum verslunarinnar.Stórkaup Þessum kafla lokið Jón vill ekki kannast við að tilkoma Costco árið 2017 hafi haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Stórkaupa. Báðar verslanirnar sérhæfa sig meðal annars í því að selja matvörur í magnpakkningum sem nýtast ekki síst veitingaaðilum og öðrum rekstraraðilum. Hann segir að hugmyndin með tilfærslu Stórkaupa til Olís hafi verið að samþætta verslunina rekstrarvörustarfsemi Olís en ólíkt Olís einblíndi Stórkaup meira á matvöru og þjónustu við veitingaaðila. „Ástandið á síðasta ári kippti því miður fótunum undan þeim áformum þannig að við ákváðum að loka þessum hluta og einbeita okkur að okkar rekstrarvörusölu en þessum kafla er lokið.“
Verslun Bensín og olía Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira